... nei djók! Gunna og Geiri eru á leið í Gamlann og ætla að dvelja þar næstu eina til tvær vikur. Mamma bað mig um að koma þessum skilaboðum á vefinn. Ég veit fyrir víst að engum verður hent út þó honum detti í hug að dvelja þar á þessum tíma. Kannski maður drífi sig bara......
Kv. Magga Ásgeir- og Gunnu
Má til með að segja frá því að börnin í Sveitinni áttu að segja hverjir byggju í næstu húsum (nefna nöfn). Ungur maður sem býr í næsta nágrenni við Hólabrekku sagði að þar byggi ,,göngufólkið" (ég held að allir hafi vitað um hverja var rætt)
Mætti göngufólkinu fyrir framan Sólgarð síðasta laugardag, þegar við Olla systir hörkuðum af okkur og löbbuðum upp í kirkjugarð með Kjartan yngri, þau voru á leið í fjallgöngu, svo okkar ferð varð ansi aumingjaleg, en alltaf gaman að hitta skemmtilegt frændfólk í firðinum okkar, það virðist vera orðin einhver árátta hjá okkar ágæta frændfólki í Gamla Jörfa að þurfa alltaf að æða á fjöll, annað en við í Melgerði erum meira fyrir að sitja í húsum og sötra já bara eitthvað, enda er ansi langur göngutúr oft á milli húsa þarna í neðra eins og við segjum hér á héraði. Yndislegar kveðjur kæra frændfólk og farið vel inn í haustið og veturinn.
Athugasemdir
Nei.... hver setti mynd? En sætt
Kv. Magga.
________________________________________________________, 25.8.2009 kl. 10:17
Gústi setti mynd.....Jörfagleði 2005
________________________________________________________, 25.8.2009 kl. 11:36
Gat nú verið - ,,göngufólkið" uppi á einhverju.
Má til með að segja frá því að börnin í Sveitinni áttu að segja hverjir byggju í næstu húsum (nefna nöfn). Ungur maður sem býr í næsta nágrenni við Hólabrekku sagði að þar byggi ,,göngufólkið" (ég held að allir hafi vitað um hverja var rætt)
Kv. Fjóla Göngufólksdóttir
________________________________________________________, 25.8.2009 kl. 21:59
Í gær talaði ég við Göngufólkið, þau ætluðu sér að fara á Glettingskollinn í dag.....
Kv. Margrét Göngufólksdóttir.
________________________________________________________, 26.8.2009 kl. 15:54
Mætti göngufólkinu fyrir framan Sólgarð síðasta laugardag, þegar við Olla systir hörkuðum af okkur og löbbuðum upp í kirkjugarð með Kjartan yngri, þau voru á leið í fjallgöngu, svo okkar ferð varð ansi aumingjaleg, en alltaf gaman að hitta skemmtilegt frændfólk í firðinum okkar, það virðist vera orðin einhver árátta hjá okkar ágæta frændfólki í Gamla Jörfa að þurfa alltaf að æða á fjöll, annað en við í Melgerði erum meira fyrir að sitja í húsum og sötra já bara eitthvað, enda er ansi langur göngutúr oft á milli húsa þarna í neðra eins og við segjum hér á héraði.
Yndislegar kveðjur kæra frændfólk og farið vel inn í haustið og veturinn.
Sveina Óla (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.