,,ekkert að þakka"

Nú er ég byrjuð að vinna aftur eftir sumarfrí. Það er bara besta mál.

Við hjónakornin ferðuðumst innanlands í fríinu og skoðuðum aðallega söfn, bílasöfn x2 (sumir skoðuðu hægar en aðrir), veiðisafn, víkingasafn, vesturfarasetur, fuglasafn..... já og reðursafn. Fuglasafnið, á Neslöndum í Mývatnssveit, stendur nú eiginlega uppúr (reðursafnið meðtalið). 

Síðan var það ,,giggið" í Sveitinni þar sem karl faðir minn spilaði undir hjá Hjördísi Geirs í Dalakofanum (útibúinu). Það toppaði allar safnaferðir. Alveg frábært kvöld, gamli er með þetta Smile. Ég ætlaði nú að troða inn myndum frá kvöldinu. Mun kannski koma því í verk síðar.

 Annars bara bestu kveðjur,

Fjóla Ásg.

PS. Fyrirsögnin er bara það sem ég hefði sagt við Guðnýju eða Möggu EF þær hefðu sagt ,,takk fyrir komuna" EF þær hefðu verið heima á sunnudaginn þegar ég kom til DalvíkurDevil

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Bíddu við....voru þær ekki heima???? Ég heyrði þegar þér var boðið í vöflukaffi!!!

________________________________________________________, 5.8.2009 kl. 22:04

2 Smámynd: ________________________________________________________

Þær voru ekki heima (ég ætla nú ekkert að rifja upp hvort ég vissi það eða ekki) En til Dalvíkur kom ég og þær voru ekki heima. Vöpplur á ég inni......amk.....kv. Fjóla

________________________________________________________, 6.8.2009 kl. 09:18

3 Smámynd: ________________________________________________________

"Takk fyrir komuna" elsku Fjóla mín. Ég skil að þú sért sár.....en ég hef trú á því að þú komir til með að fyrirgefa okkur þessi hrikalegu mistök sem áttu sér stað....ég LOFA að koma við hjá þér í næstu suðurferð.....verð ekki sár þótt ég fái ekkert kaffi....drekk kvossemér bara te....

Guðný.

________________________________________________________, 6.8.2009 kl. 13:38

4 Smámynd: ________________________________________________________

Svo gott ég verði heima.......(það sem ég er búin að fá út úr þessu). kv. F

________________________________________________________, 6.8.2009 kl. 17:31

5 Smámynd: ________________________________________________________

uuu... no comment! Kv. Magga

________________________________________________________, 7.8.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband