31.7.2009 | 10:57
Kveðja frá Noregi.
Við Akraselir (- Skúli sem er heima að vinna) eru staddir hjá Helgu í Noregi. Í gær náðu Sigrún og Óli í Ými í sumarbúðirnar þar sem hann hefur verið í mánuð. Hann er sæll og glaður eftir vistina og alveg útkeyrður eftir stanslaust glens og grín.
Hér rignir eldi og brennisteini og eru vatnsdroparnir á stærð við undirskálar. Tómas og Katarine kærastan hans fara í kvöld til Tyrklands í tveggja vikna frí og Ari fer tl Íslands í kvöld svo við sjáum ekki meira af þeim að sinni. Jóhann og Luna, hundurinn hans, halda okkur selskap og Helga snýst í kringum okkur.
Meira síðar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kærar kveðjur til allra í "Helguhúsi". Því miður get ég ekki sent ykkur sól, þar sem hér er sama rigningin og hjá ykkur, sennilega þó ekki eins kraftmikil
Guja frænka.
________________________________________________________, 31.7.2009 kl. 12:46
Gott að vita af ykkur hjá Helgu
Knús í bæinn, vonandi fer sólin að skína á ykkur fljótlega. Veit reyndar ekki hvar hún er núna, allavega ekki á Dalvíkinni draumabláu, þar er frekar dimmt yfir og hitinn rétt hangir í 10 gráðum
Guðný.
________________________________________________________, 31.7.2009 kl. 12:47
Fyndið, ég held við Guja höfum ýtt á "senda" hnappinn á sömu sekúndunni!
Vonandi yljaði þátturinn minn góði ykkur um hjartaræturnar
Guðný.
________________________________________________________, 31.7.2009 kl. 12:49
Bestu kveðjur til Noregs. Ég er að láta snúast um mig í Sveitinni. Var að borða flatbrauð og reyktan silung....slef...kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 31.7.2009 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.