18.7.2009 | 09:32
Bræðsluhelgi
Sæl öllsömul.
Fyrirhuguð er mikil innrás í Borgarfjörðinn um bræðsluhelgina og skylt að vara við þykir mér. Kvíaholtsfjölskyldan mætir nú strax eftir helgina með tilheyrandi látum og fær svo liðsauka í formi tveggja vinahjóna og jafnvel tengdaforeldra minna til viðbótar. Allir í tjöldum og geta þessvegna pissað í lækinn og burstað sig aðeins ofar, áníðsla á Gamlanum ætti að vera í lágmarki. Má ennþá brúka flötina handan lækjarins ef pláss verður?
Mér hefur verið stranglega bannað að hafa verkfæri meðferðis þetta skiptið, það bíður vinnuferðar undirritaðs í haust. Hamar gæti þó slæðst með, glettilega mikið hægt að gera með hamri.
Hjörleifur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæll Hjörleifur og þið hin. Gott þú nefndir flötina handan lækjarins. Ég gerði samning við sveitarstjórann í fyrravor um flötina. Okkur Jörfaliðum er frjálst nota flötina undir tjaldstæði án endurgjalds, en einungis Jörfaliðum, aðrir verða að borga gjald eins og þeir séu á Álfaborgartjaldstæðinu. Semsagt, "fylgifiskar" geta notað flötina að vild meðan að pláss leyfir, en þurfa að borga. Jón frændi okkar sveitarstjóri sagði að fyrst að við Jörfaliðar værum vön að nota flötina og hafa aðgang að öllu í Gamlanum, ætlaði hann hafa það þannig áfram, EF aðrir gestir myndu borga tjaldstæðagjald. Ég fór og ræddi við hann eftir að hafa frétt að framvegis yrði tekið gjald af þessu svæði eins og um tjaldstæði á vegum hreppsins væri að ræða, þar sem við erum utan einkalóðar og verið er að reka tjaldstæði á vegum hreppsins á öðrum stað. En ég sumsé lofaði því að bera ábyrgð á þessu og þætti vænt um ef það gengi eftir, vil vera traustsins verð
. En AÐ SJÁLFSÖGÐU eru allir fjölskylduvinir stórir og smáir velkomnir í Gamla Jörfa á meðan húsrúm leyfir....og það leyfir oft andsk...mikið!!
Hlakka til að hitta ykkur fyrir austan, við Magga og Dagur förum austur á mánudagsmorgun, Siggi kemur svo með Ídu og slöttólfana okkar á miðv/fimmtudag.
Kveðja, Guðný - fulltrúi sveitarstjóra á flötinni
________________________________________________________, 18.7.2009 kl. 12:09
Mikið varð Dagur glaður að vita af ferðum Kvíaholtsfjölskyldunnar til Borgarfjarðar
hann hlakkaði mikið til að fara, en fannst nú kannski ekki mjög spennandi að vera aleinn með móður sinni og ömmusystir í "alla" þessa daga. Hlökkum mikið til að hitta ykkur öll. Kv. Magga Á.
________________________________________________________, 18.7.2009 kl. 14:51
Alveg hreint assgoti gott og lítið mál að láta þetta drasl borga. Helst meira en uppsett gjald og hirðum mismuninn sjálf. H
Hjörleifur (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 17:37
Sæll og blessaður Hjörleifur. Heyrðu ég var að spá hvort hann Eyvindur komi með ykkur á mánudaginn?
Dagur Atlason (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 20:31
Hjörleifur, nú líst mér vel á þig. Við gætum t.d. keypt nýtt grill, fyrir mismuninn!
G.S.Ól.
________________________________________________________, 19.7.2009 kl. 00:34
Vindur blæs með móður sinni á miðvikudaginn, reikna með að við lendum á þriðjudag.
H
Hjörleifur (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 09:16
Vindur blæs með móður sinni á miðvikudaginn, reikna með að við lendum á þriðjudag.
H
Hjörleifur (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 12:50
Ohhh, það er greinilega svo margt skemmtilegt í gangi í gamlanum næstu daga og vikur að við hjónin fáum alveg kökk í hálsinn, okkur langar svo austur í bræðslufjör og brussugang.
Skúli verður reyndar sérlegur fulltrúi fjölskyldunnar á Borgarfirði frá og með næstu helgi, en þá kemur hann í hina árlegu Hólalandsferð með Dóra í Odda djúníor og fylgdarliði :) Þeir eru snemma á ferðinni þetta árið.
Akraselir (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 10:54
Ég verð ekki á ferðinni ,,þetta árið" (frekar en svo mörg). Er að hugsa um að fara á ról um verslunarmannahelgina, sennilega ekki alla leið í ,,kvenfélagsgeim" heldur bara áleiðis. Þið sem eruð þarna skellið kannski inn fréttum. Bless, Fjóla Ásg
________________________________________________________, 20.7.2009 kl. 13:12
Við mætum á svæðið upp úr næstu helgi, mánudag eða þriðjudag og verðum fram yfir "Sjens.". Erum byrjuð í tveggja vikna fríi, þessi vika er nokkurnveginn óskipulögð. Hlökkum til að sjá alla sem enn verða í Jörfa og nágrenni;)
Kv. Gústi og Magga.
________________________________________________________, 20.7.2009 kl. 14:12
Það er orðið ljóst að Akraselir munu hvorki eiga fulltrúa á "Bræðslu" né "Sjens" þetta árið. Frumburðurinn fjallmyndarlegi ákvað að láta skynsemi ráða yfir skemmtun og vinna sér inn meiri aur í sumarfríinu, þannig að hann verður fjarri góðu gamni. Við verðum samt sem áður á Jörfaslóðum um og upp úr miðjum ágúst, sæl og glöð.
Akraselir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.