Geitungastríð í Holtagötu

P1030631P1030635P1030644Komiði sæl og blessuð!

Þegar húsmóðirin í Holtagötu 4 var í sakleysi sínu að slá lóðina í vikunni réðust að henni tveir herskáir geitungar og stungu ógurlega! Bólgur og sársauki fylgdu í kjölfarið og strax var ákveðið að þessa skyldi hefnt!!

Því varð húsbóndinn að telja í sig kjark og gægjast á bakvið runna. HOLY MOLY.....þarna var þá stærðar kúla sem iðaði af þessum bannsettum óþokkum! Nú var haldið út á bensínstöð og keyptur myndarlegur staukur af flugnaeitri; BANI-1.

 Með eitrið, plastpoka, trjáklippur og viðeigandi hlífðarfatnað að vopni, var ráðist til atlögu!! Fullkominn sigur! Og þó.....það voru víst ekki allir heima í búinu og það kostaði smá eftirorrustu. En geitungabúið er komið í ruslatunnuna og vonandi erum við laus við þessa skratta í sumar! Annars er það BANI-2!!

Kv. Gus-Terminator!

.......fleiri myndir í albúmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ooo hann er svo hugaður hann Gústi minn.

Magga (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 10:20

2 identicon

Ohhh, ég sé þetta alveg fyrir mér :)

Öruggasti tíminn til að ná öllum geitungunum í einu er upp úr miðnætti, þá eru þeir allir sofandi heima hjá sér. Eitra vel, setja búið í poka, binda vel fyrir og skella beint í frystinn (hjá hinum dýrunum).

Akraselir (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 11:05

3 identicon

Ég og geitungar eru vinir.  Þessi áróður gegn geitungum er orðinn dálítið öfgafullur.  Geitungar stinga yfirleitt ekki ef þeir eru látnir afskiptalausir, þeir stinga aðeins í sjálfsvörn. Þó svo að einn og einn geitungur stingi, hvað með það ?  Það þarf yfir 100 geitungastungur til að eitrið sé orðið banvænt.  Í BNA deyja um 50 manns á ári vegna geitunga.  Ef því er snúið upp á Íslenska höfðatölu þá gerir það um 0,05 Frónbúa á ári.

Verum góð við geitungana, þeir auðga náttúruna okkar og hreinsa til í garðinum hjá okkur með því að veiða flugur, fiðrildi og köngulær og fræva plöntur.

ÓA.

Óli Ara (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 12:21

4 Smámynd: ________________________________________________________

Bryndís Inga var stungin af geitungi í hittifyrra, handleggurinn bólgnaði og henni leið illa. Henni finnst Gústi frændi mjög hugaður og húrra fyrir honum!! 

Annars eru Steini og fjölskylda búin að vera þokkalega róleg á Dalvíkinni draumabláu, en eru nú á heimleið. Jónas krílið Bjartur er BARA yndislegur, algjör krúttbolla, brosir í allar áttir eftir pöntunum

Kv. Guðný.

________________________________________________________, 12.7.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband