Vor við lækinn

Sóleyjar við lækinnSæl öll!

Lækjarbakkinn okkar á Borgarfirði er orðinn fallegur, sóleyjar og hvönn hafa tekið völdin og skarta sínu fegursta!
Ég setti nokkrar borgfirskar vormyndir í safnið. Svo eru loksins komnar inn myndir úr tveimur ferðum í dúklagningu. Þeim framkvæmdum er semsagt lokið, búið að leggja nýjan gólfdúk á stofu, eldhús og gang og setja eikarlista meðfram veggjum.

Kv. Gústi.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir vormyndirnar Gústi, ohhh maður fær bara heimþrá... það er allt of langt í Borgarfjarðarferð hjá okkur Akraselum.

Frábærar líka allar tiltektar- og dúklagningarmyndirnar, myndu sóma sér vel í hvaða afturendakeppni sem væri, smá grín . Og ekki eru andlitsmyndirnar síðri . Þetta er ekkert smá vinna sem hefur verið unnin hjá ykkur, hlökkum til að sjá gamlann með berum augum í sumar.

Akraselir (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 17:10

2 Smámynd: ________________________________________________________

Gústi minn, þetta eru frábærar myndir. Skrýtið að sjá þetta sjónarhorn inní Gamlann, opið inn í stofu alla leið af hlaðinu!

Það verður magnað að koma heim næst, nýr Gamli! 

Golfkveðjur góðar frá Flúðum, spiluðum 18 holur öll í dag, svo fóru Gústi og Raggi 9 holur í viðbót á golfbíl, algjörir greifar! 

Guðný. 

________________________________________________________, 15.6.2009 kl. 22:26

3 Smámynd: ________________________________________________________

En Guðný... hvar var Siggi á meðan Gústi og Raggi fóru hring á bílnum?.... Og Gústi (á golfbílnum..) takk fyrir myndirnar, gaman af þeim og það verður reglulega gaman að koma í Gamlann í júlí. Þó manni finnist langt þangað til að maður kemur þá er ég nú samt hrædd um að allt í einu og áður en maður veit af verði maður kominn í Jörfa... og heim aftur! Svona líður tíminn   Kv. Magga Á.

________________________________________________________, 16.6.2009 kl. 08:11

4 identicon

Elsku Gusti og allir hinir i Jørfa, mikid erud tid heppin ad geta skroppid heim svona oft, eg fæ alltaf heimtra i hvert skipti sem eg heimsæki siduna ykkar (og tad er oft), mig langar heim i Melgerdi! En svona er lifid, madur fær ekki allt sem madur oskar ser. Ta er bara ad gera tad besta ur tvi sem madur hefur. Vid eigum litinn sumarbustad ca 60 km fra Sandnes, tar høfum vid fallega badstrønd og 9 holu golfvøll rett hja! Eg er reyndar sammala Olafi Tordarsyni Skagamanni sem var spurdur um hvort hann ætladi ad byrja i golfi tegar hann legdi fotboltaskona a hilluna, hann svaradi ad tad ætladi hann ekki ad gera, golf væri bara fyrir kerlingar og fatlada! En madur veit aldrei. Ertu byrjadur ad spila golf Gusti minn? Ta verdur tu bara ad koma i heimsokn, margir flottir vellir herna. Siggi Sam magur minn a Akureyri kemur til okkar eftir tvær vikur, eg fer oft med honum a vøllin og dreg kerruna og kem med heimskulegar athugasemdir af og til, tannig ad eg er tilbuinn ad starta. Vid komum ekki heim i sumar, faum vonandi margar heimsoknir og komum næsta sumar.  Kærar sumarkvedjur til ykkar og njotid lifsins i Jørfa.

Elli frændi (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 10:34

5 identicon

Hmmm Guðný!

 Gústi og Raggi í golfi á hann fer hratt á milli þessi golfbíll hahaha.

Magga mákona (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband