9.6.2009 | 00:25
Gamli Jörfi, 3-ca 8 júlí
Hér er sjálfsagt best að athuga hvort það er pláss fyrir 5 manna fjölskyldu úr Hólminum í Gamla Jörfa 3-8 júlí, þ.e. hvort margir ætla að vera fyrir austan á þeim tíma? Gríðaleg pressa frá stelpunum að fara austur og ekki seinna vænna að kynna Jónasi Bjarti dýrðina ;-)
Kv .SteiniJ
p.s. Dagný Lára systir mín er búin að eignast nöfnu. Elísabet dóttir Viðars og Stínu eignaðist litla stelpu sem á að heita Dagný Lára :-))))))))))
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæhæ - allavega verð ég ekki með mitt lið þarna á þessum tíma. Ég ætla hins vegar að reyna að vera í (og við) Jörfa á bilinu 20.-29. júlí og er farin að hlakka ósegjanlega mikið til
Kv. Magga Ásg.
________________________________________________________, 10.6.2009 kl. 13:49
Sæll Steini!
Við verðum ekki á Borgarfirði á þessum tíma! Ég geri hinsvegar að sjálfsögðu ráð fyrir að hitta ykkur á Akureyri! Er það ekki??
Gaman að heyra af litlu Dagnýju Láru!
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 10.6.2009 kl. 18:21
Sæll Gústi, jú hugmyndin er að millilenda einhverstaðar á norðurlandi. Ég geri þá ráð fyrir Stebbastofu og öðru herberginu uppi á lofti á þessum tíma :-)
Kv.SteiniJ
________________________________________________________, 10.6.2009 kl. 18:59
Halló halló, Flúðir kalla ! :)
Við verðum líklega á svipuðu róli og Magga fyrir austan, erum vön að haldast í hendur.... ;)
Veit ekki betur en að gestahúsið verði laust fyrstu vikuna í júlí ef þú vilt millilenda hjá okkur!
Guðný + Siggi golfarar.
________________________________________________________, 12.6.2009 kl. 00:52
Yndislegt að heyra um litlu Dagnýju Láru, til hamingju með það! :)
________________________________________________________, 12.6.2009 kl. 10:05
Halló. Við Akraselir höfum hug á því að renna austur á Borgarfjörð þegar við komum frá Noregi um miðjan ágúst og vera þar nokkra daga.
Akraselir.
P.s. Akrasel kallar Flúðir.
Verðið þið í bænum, þ.e. bæ óttans, eftir Flúðadvöl ?
________________________________________________________, 12.6.2009 kl. 15:08
Ég og mínir allir stóru drengir reiknum með að vera fyrir austan vikuna í kringum síðustu helgina í júlí. Auglýsi eftir göngufólki að labba með okkur Möggu og Atla á Gletting og fleiri fjöll ef skap og veður leyfir. - Ása Björk
P.S. Yndislegt að heyra að Elísabet ætlar að skíra Dagný Lára. Til hamingju með það öll.
________________________________________________________, 12.6.2009 kl. 23:46
Akraselir: Borg óttans er ekki á dagskrá í þessari rispu hjá golfgenginu
, vonandi líða ekki margir mánuðir þangað til við hittumst!
________________________________________________________, 13.6.2009 kl. 00:22
En yndislegar fréttir af Elísabetu. Til hamingju með barnið og nafnið ! Kv. Lilja.
Lilja (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.