26.5.2009 | 13:44
Framkvæmdafréttir úr Gamla-Jörfa
Í síðustu viku fóru Gunna, Geiri, Guja, Raggi og Gústi í Gamla-Jörfa, en erindið var að leggja nýjan dúk á gólf o.fl. Semsagt gólfdúkinn sem Hjörleifur ætlaði að leggja um daginn, en Húsasmiðjan týndi!
Karlpeningurinn lagði dúk á meðan konur þrifu....og þrifu. Tóku búrið og framloftið í gegn! Dúklagningin gekk vel og lagt var á stofu og eldhús. Það á eftir að setja gólflista á eldhúsið og leggja dúk á litla ganginn. Búið er að skipuleggja ferð í kringum miðjan júní til að klára það. Eftir á að hyggja var kannski ágætt að dúkurinn skilaði sér ekki í tæka tíð í ferð Hjörleifs! Því það var alveg bráðnauðsynlegt að klæða neðan á súðina á framloftinu. Þar er nú mikið þrifalegra og betra loftslag. Og verður eflaust enn betra þegar framkvæmdum á loftinu lýkur og búið verður að mála!
Bestu kveðjur, Gústi.
P.s. Ég set fleiri myndir úr ferðinni í safnið fljótlega.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:55 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er frábært. Takk fyrir Guja, Gunna og strákar.
Kv/ÓA
________________________________________________________, 26.5.2009 kl. 15:16
Standið ykkur eins og hetjur, engin spurning! Hlakka til að koma í nýjan Gamla Jörfa í næstu austurferð.
Guðný.
________________________________________________________, 26.5.2009 kl. 20:09
Mig vantar nú að fá ýmislegt gert.......
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 26.5.2009 kl. 20:48
Nú er ég komin í frí í dag til að gera ýmislegt. Gaman að sjá hvað það verður mikið
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 27.5.2009 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.