Okkar maður vann!!

kokkurinnOjá, haldiði að hann Óli hafi ekki gert sér lítið fyrir og unnið matreiðslukeppni landshlutanna í Laugardalshöllinni í dag, þar sem hann keppti fyrir Austurland. Joyful

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum var hann með geitakjöt í aðalrétt og með þvi dýrindis sósu, þar sem þurrkaðir villisveppir frá henni Beggu systur komu við sögu!

Óli minn, þú smellir kannski inn matseðlinum, okkur til yndisauka! Til hamingju með þetta!!Grin

Guðný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Til hamingju Óli.  Þetta er frábært.  Verst að við komumst ekki að fylgjast með í dag.  Við vorum í lúðrasveitarstandi með Ými.

Akraselir.

P.s.

Við þetta hækkaði hann mjög í verði.  Ætli við getum ekki fengið a.m.k. 20 eldabuskur fyrir hann.  Hvað heldur þú Guja ?

________________________________________________________, 10.5.2009 kl. 22:32

2 Smámynd: ________________________________________________________

Halló!
Það var mjög gaman að fylgjast með Óla í Höllinni í dag, greinilega búinn að æfa vel! Hann og aðstoðarmaðurinn, á öðru ári í matreiðslunámi, matreiddu þrírétta matseðil; sjóbleikju úr Breiðdalsvík í forrétt, geitakjöt úr Möðrudal í aðalrétt og Egilsstaðaskyr með birkiís í eftirrétt.
Geitakötið og birkiísinn gerðu víst útslagið, í mjög jafnri keppni, og tryggðu Óla sigurinn. Austurland gerði það semsagt gott, fékk verðlaun fyrir besta básinn á sýningunni og vann matreiðslukeppnina!! 

Kv. Gústi.


Forréttur:

Léttelduð sjóbleikja frá Breiðdalsvík, grafin í fjörugrösum úr Gerðisfjöru á Borgarfirði eystra, með freyddum og soðnum kræklingi úr Mjóafirði, gulrótum frá Agli í Mjóanesi og bygginu hans Eymundar í Vallanesi.

Aðalréttur:
Geitaöxl- og hryggur frá Villa og Elísabetu í Möðrudal, á heyreyktu kartöflumauki, með rauðrófum, sultuðum hrútaberjum og lerkisveppunum hennar Beggu frænku.

Eftirréttur:
Egilsstaðaskyr með rifsberjum og sólberjum, frosnu- og þurrkuðu birki úr Hallormsstaðaskógi og stökku haframjöli.

________________________________________________________, 11.5.2009 kl. 03:16

3 identicon

Það var mjög gaman að sjá til hans Óla míns (nei þíns Gústi minn) þarna í Laugadalshöllinni í gær.  Hann var svo sætur og myndarlegur að það eitt hefði nægt honum til sigurs.  Ég mátti því miður ekki vera að því að bíða eftir úrslitunum, en þegar ég kom við í seinna skiptið til að sjá hann og athuga með matarlyktina spurði hann mig einmitt hvort ég fyndi ekki HEYLYKTINA   Hann var okkur öllum til mikils sóma þarna.  Hjartanlega til hamingju Óli minn. 

Æi - Óli Ara - ég er alveg hætt við að skoða þetta með sölu, við finnum eitthvað annað   Guja.

Guja (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 08:31

4 Smámynd: ________________________________________________________

Til hamingju elsku Óli - auðvitað hvarflaði ekki annað að manni en að þú myndir vinna. Það hefði verið gaman að fylgjast með, ég treysti því að foreldrar þínir hafi myndað í gríð og erg og setji inn myndir fljótlega. Kv. góð, Magga Á.

________________________________________________________, 11.5.2009 kl. 09:11

5 Smámynd: ________________________________________________________

Já, maður er bara sáttur (þó að ég klúðraði mætingunni). Flott og til hamingju. Sammála Ólara um verðhækkun.

En; ,, Geitaöxl...." ?

Kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 11.5.2009 kl. 19:38

6 Smámynd: ________________________________________________________

Til hamingju með frábæran árangur ! Kær kveðja, Lilja stolta frænka.

________________________________________________________, 13.5.2009 kl. 00:12

8 Smámynd: ________________________________________________________

Myndir úr keppninni komnar í safnið. (Íslenskt eldhús 2009).

Kv. Gústi.

________________________________________________________, 13.5.2009 kl. 18:32

9 identicon

Takk takk enn og aftur allir saman! Gaman að sjá hvað allir eru fylgjast með :). Eins og pabbi sagði hér að ofan var keppnin mjög jöfn um efstu tvö sætin, en Austurlandið var pínulítið sterkara en Norðurlandið í þetta skiptið, gæti verið að brennda heyið hafi gert útslagið ;).

kv. Óli Gústa

Óli Gústa (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband