Úr Jörfaliðinu í landsliðið!

Óli Gústa, landsliðskokkurSæl öll!

Óli Gústa hefur verið valinn í Landslið matreiðslumanna! Þetta var ákveðið fyrir nokkru síðan og nú fékk ég leyfi hjá honum til að kjafta frá! Ég veit ekki hversu margir nýútskrifaðir sveinar hafa komist í íslenska landsliðið í matreiðslu, hann er allavega sá eini í liðinu í dag!

Óli tók þátt í forkeppni að Matreislumanni ársins, en komst ekki í 5 manna úrslit. Segir sig hafa vantað örfá stig og var næstur til að komast inn! 16 kokkar tóku þátt í undankeppninni.

En hann verður engu að síður að keppa um helgina! Hann keppir fyrir Austurland í landshlutakeppninni Íslenskt eldhús í Laugardalshöllinni á sunnudag. Endilega að mæta þar, allir sem tækifæri hafa til. Við Magga ætlum að bruna suður!    

Bestu kveðjur, Gústi & co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Frábært Óli, þú ert bestur! Ég fæ alveg gæsahúð.....og er ótrúlega ánægð með þig!!!

En ég ætla rétt að vona samt að þú haldir áfram að vera í Jörfaliðinu þótt annað lið bætist við - reyndar er Jörfaliðið nú hálfgert landslið líka!  

Gústi og Magga, til hamingju með gaurinn!! 

Guðný stolta frænkan.

________________________________________________________, 7.5.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: ________________________________________________________

vúhú.... Óli til hamingju og Magga og Gústi til hamingju og við öll til hamingju   ó hvað þetta er dásamlegt - ég finn væmnishrollinn fara um mig og það er svo gott!!

Kv. Magga uppá fimm væm núna

________________________________________________________, 7.5.2009 kl. 13:01

3 Smámynd: ________________________________________________________

Þetta eru frábærar fréttir.

Óli sagði mér (ÓA) þetta reyndar í gær.  Ég gat ekki þagað og sagði Ásu Björk fréttirnar þegar ég sagði henni að ég kæmist ekki í síma.

Til hamingju Óli.

Akraselir. 

________________________________________________________, 7.5.2009 kl. 14:02

4 Smámynd: ________________________________________________________

Gústi segir að Óli sé enn í Jörfaliðinu.  En kannski er hægt að selja hann.

ÓA

________________________________________________________, 7.5.2009 kl. 14:19

5 identicon

Snilld bara. Klukkan hvað ætti maður að vera í Höllinni?  Kv. Fjóla Ásg

Fjóla Ásg (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 16:36

6 identicon

Til hamingju Óli minn og fjölskyldan öll.  Þetta eru dásamlegar fréttir, en auðvitað var hann valinn, hann er frábær.  Já - Óli Ara - kannt þú á svona sölur úr liðum, ég bara spyr......  Kær kveðja, Guja.

Guja (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:01

7 Smámynd: ________________________________________________________

Ég myndi aldrei samþykkja sölu á Óla mínum Gústa fyrir alla heimsins peninga, svo Guja og StórÓli, gleymiði þessu!!

Guðný.

________________________________________________________, 7.5.2009 kl. 22:35

8 identicon

Æjjj takk fyrir þetta þið öll, þið eruð æðisleg!

Að sjálfsögðu myndi ég ekki samþykkja "félagaskipti" úr Jörfaliðinu, sama hvaða samningur lægi á borðinu!

En í hönd fer mjög spennandi, og á sama tíma erfiður tími hjá mér! Við förum í mikla undirbúningsvinnu fyrir næsta mót og allt liðið, sem telur 10 manns, berst um 6 sæti í keppnisliðinu sjálfu. Svolítið eins og í fótboltanum! Nema miklu skemmtilegra :).

Mikið ofboðslega væri gamanað sjá sem flesta í Höllinni á sunnudaginn! Ég er ekki kominn með staðfesta tímasetningu, en ég held að ég eigi að byrja elda upp úr 10:00. Ég skal bara láta ykkur vita hvenær þið eigið að koma með fánana og spjöldin ;).

Ástarkveðjur, Óli Gústa.

Óli Gústa (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband