25.4.2009 | 11:30
Kveðja úr Gamlanum
Var að fá eftirfarandi fréttir úr Gamla:
Þvottavélin er komin á sinn stað (gamla út í skúr til vara), örbylgjuofn kominn uppá ísskápinn og ný glerstytta í stofuna (takk Óli Ara. og Helga Ara) Það er komin klæðning á framloftið og þetta er allt bara dásemdin ein, fólkið sem er á staðnum ljómar af ánægju og gleði þó það snýti bæði rauðu og svörtu (þetta sagði pabbi ) Síðustu fréttir af gólfdúknum voru þær að hann átti að koma í Egilsstaði í dag, fréttum meira af því síðar.
Hér með er þessu komið til skila frá Gunnu, Geira og Hjörleifi, mér skilst að þeim veitti ekki af því að fara að koma sér í sturtuna því að það var víst eitt og annað sem kom úr loftinu....... en eins og áður sagði þá ljóma þau af ánægu yfir þessu öllu og við náttúrulega líka. Það verður gaman að koma í Gamlann næst!
Kv. fréttamaðurinn Magga.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Innilegar Þakkir til Gunnu Geira og Hjörleifs fyrir þetta frábæra frammtak Kv Helga Noregi
________________________________________________________, 26.4.2009 kl. 08:15
Snilld, hlakka til að hitta Gamlann næst! Magga, eigum við ekki bara að skjótast á morgun?
Þetta eru miklir dugnaðarforkar sem við eigum.
Guðný.
________________________________________________________, 26.4.2009 kl. 23:01
Þetta eru góðar fréttir!
Gólfdúkurinn umræddi fór á flakk, lagði af stað rangsælis frá Reykjavík, átti að fara til Akureyrar, endaði á Selfossi, fór þaðan til Egilsstaða og lokst á Borgarfjörð! Löngu eftir að Hjörleifur dúklagningamaður var kominn þangað!!
En þökk sé hugviti Brekkufeðga, því í fyrirsjánlegu dúkleysi, tók Hjörleifur með sér efni í loftaklæðningu á framloftið. Dúkurinn bíður næstu ferðar í Gamla-Jörfa sem áætluð er á Uppstigningadag.
Hafið kærar þakkir fyrir árangursríka daga, Gunna, Geiri og Hjörleifur stórfrændi!!!
________________________________________________________, 26.4.2009 kl. 23:14
Já...gleymdi semsagt að kvitta, Gústi.
________________________________________________________, 26.4.2009 kl. 23:15
Ég tek undir þakkirnar sem Helga sendi. Þetta er frábært framtak hjá Hjörleifi, Gunnu og Geira.
Kveðja
ÓA
________________________________________________________, 27.4.2009 kl. 21:04
Já, það verður gaman að koma á Drekasvæðið
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 27.4.2009 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.