4.12.2006 | 19:54
Byrjuð að baka - en hver ákvað þetta með seríurnar??
jújú, þannig er það nú. Ég er byrjuð að baka, búin að gera hina sívinsælu lakkrístoppa... þvílík andsk. uppfinning maður lefandi, en þeir tókust og börnunum finnast þeir góðir á bragðið og það er víst tilgangurinn. Svo slengdi ég í engiferkökur (held að þær heiti það) og amerískar súkkulaðibitakökur.. voða góðar, smjörkökur (sígildar) mömmukökur (enn meira sígildar) og svo er brúnkökudegið inni í ísskáp og bíður spennt eftir því að ég missi geðheilsuna við að breiða það út
Ástæðan fyrir þessum gríðarlega baksturs dugðnaði er sá að ég byrjaði á því í gær að hengja upp jólaseríur og ég varð svo gríðarlega orðljót og geðstirð við þá iðju að ég fór bara að baka... og ég er ekki nærri því eins orðljót og geðvond við það og jólaseríurnar hanga hálflafandi hér niður úr gluggunum og bíða þessað Atli klári prófin og skúbbi þeim upp. Hann fær ekki þessa blótuveiki þegar hann setur upp seríur ég bara skil þetta ekki alveg. Ég sem er í eðli mínu alls ekki orðljót kona, en bara missi það alveg þegar kemur að þessu seríudæmi... er til eitthvað við þessu? ha..? Ætli ég fari svo ekki bara að skrifa á jólakort á eftir.... skal lofa að missa ekki eitt blótsyrði á kortin.
Kær kveðja, Magga
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Var í saumó áðan, er úttroðin af tertum og sé í augnablikinu ekki þörfina á bakstri. Svo geri ég bara eins og Kjötkrókur var næstum búinn að gera....kveiki í jólatrénu - málið er dautt.
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 5.12.2006 kl. 00:01
Já Magga mín, það er jafngott að fá útrás fyrir geðillskuna í bakstrinum áður en þú sest við jólakortin!!
Get ekki beðið eftir að skila síðasta verkefninu fyrir jól svo ég geti hellt mér í öll skemmtilegheitin - er að meina þetta!!
Kv. Guðný
________________________________________________________, 5.12.2006 kl. 14:39
Myndi nú svosem skipta á bakstri og seríuuppsetningu fyrir veggklæðningum og sólbekkjum..
Hjörleifur.
________________________________________________________, 7.12.2006 kl. 17:04
Hjörleifur, það er eitthvað með ykkur bræður, framkvæmdir og jólin. Man ekki betur en að Jóhannes bóndi á Ánabrekku hafi horft upp í gegnum þakið á stjörnuhiminn fyrir einhver jólin þegar aðrir voru að tala um smákökur og seríur!!
Var að tala við Guju, hún var í seríuslag áðan, bara tiltölulega geðgóð! Ég var hinsvegar að skila síðasta verkefninu á önninni í KHÍ í gær og einbeitti mér aðallega að því að slaka á í sófanum í gærkvöldi
Kveðja, Guðný.
________________________________________________________, 9.12.2006 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.