Afmælisdrengur í Ásvegi 1

Hjörvar Óli, 15 ára bassaleikariHjörvar Óli, yngsti sonur Guðnýjar og Sigga, yngsta barnabarn Óla Gústa og Helgu er 15 ára í dag. Ég legg ekki meira á ykkur.

Það er hreint með ólíkindum hvað tíminn æðir áfram. Maður er varla vaknaður á mánudagsmorgni þegar kominn er föstudagur.  En samt erum við alltaf jafn ung og falleg, það eru bara börnin sem eldast.....eða hvað?Blush

Hjörvar Óli fagnaði tímamótunum með tveimur bestu vinum sínum og bauð þeim á Greifann og í bíó í gærkvöldi, síðan var partý í gestahúsinu eitthvað fram eftir morgni, allavega voru þeir vinirnir að láta renna í heita pottinn þegar gamla settið skreið í fiðrið klukkan að ganga tvö í nótt.  Gistu svo allir í gestahúsinu, ekkert lífsmark þar fyrr en um hádegisbil í dag.  Afmælisbarnið spilaði á styrktartónleikum í kvöld, hljómsveitin sem hann er bassaleikari í spilaði þar tvö lög við mikinn fögnuð viðstaddra.  Núna er hann farinn að sofa, enda vinna í frystihúsinu í fyrramálið, en þar vinnur hann tvo seinniparta í viku með skólanum og á frídögum þegar hægt er.  Dugnaðarstrákur, þótt ég segi sjálf frá...

Hjörvar stefnir að því að ljúka grunnskólanum í vor, sleppa 10. bekk og fara í hraðbraut í MA í haust, vonandi gengur það upp.

Annars er allt í góðu í Ásvegi 1, Óttar smíðar sem aldrei fyrr, alsæll í byggingarvinnunni, held það séu einhver gen frá Stebba bróður að koma í ljós þar. Óskar stúderar áfram í VMA, staðráðinn í að ljúka stúdentsprófinu sem fyrst.  Siggi puðar í ræktinni alla daga eins og honum einum er lagið, það á að leggja Dyrfjallstind og Glettingskoll í sumar og helst að ná einhverjum bikurum í golfinu líka! Ég er hinsvegar svo heppin að hafa farið með Ara á Dyrfjallstind fyrir langalöngu og þarf því ekkert að gera það aftur! Tounge Á meðan afmælisdrengurinn og vinir hans fóru í bíó í gærkvöldi, skelltum við hjónakornin okkur á tónleika með Eyvöru Páls "vinkonu minni", hún var alveg stórkostleg, með hljómsveit með sér í þetta sinn og fór algjörlega á kostum. 

Dásamlegt að vera komin í páskafrí, nú á að slaka veeeel á heima fyrir í þetta sinn, stunda útivist og heita pottinn, prjóna og lesa.  Gestahúsið er óbókað alla páskana ef einhvern langar að skella sér á skíði eða eitthvað - bara hafa samband!

Páskakveðja til ykkar allra,

Guðný. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Innilega til hamingju með afmælið Hjörvar minn - það er cool að vera 15 ára
Kveðja góð úr Þrastarhóli.

________________________________________________________, 6.4.2009 kl. 08:54

2 Smámynd: ________________________________________________________

Hamingjuóskir frá okkur til þín, kæri  Hjörvar. Bestu kveðjur, Fjóla Ásg og fjölsk.

PS 15 ára......þá var hlustað á Sumar á Sýrlandi  Annað hvort Rúnar eða Addi komu með þennan dásemdargrip í Ós.

________________________________________________________, 6.4.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: ________________________________________________________

Til lukku með daginn Hjörvar minn kv Helga sess og co Akranesi

________________________________________________________, 6.4.2009 kl. 22:42

4 Smámynd: ________________________________________________________

Til hamingju með daginn frændi sæll!

15 ára já, þá var nú gott að vita um opnu gluggana á klósettunum í Valaskjálf. Þá var eina leiðin að smygla sér inn...16 ára aldurstakmark!

Kv. Gústi & co. 

________________________________________________________, 6.4.2009 kl. 22:57

5 identicon

Sælt veri Ásvegsliðið - og hjartanlegar hamingjuóskir með aldurinn Hjörvar minn - svei mér þá ef þú ert ekki að ná mér ;-)  Líst vel á plönin þín með MA drengur minn - þú ert fullþroskaður inn í þær pælingar.

Gaman að fá kvitterí kvitt reglulega á bloggið í Danaveldi Guðný mín - raulaði nú með þér ljóðið góða af kóræfingunni hjá þér - yndisleg melódía þar á ferð!  Vorverkin í algleymi hér - og svo verið að reyna að njóta lífsins líka -

knús og kram - sjáumst hress í sumar - Áslaug og allir strákarnir hennar.

Áslaug gamli kennari drengjanna!! (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 14:17

6 identicon

Síðbúnar afmæliskveðjur til Hjörvars Óla frá Akraselum. 15 ára og öll skemmtilegheitin framundan :)

Gaman að fá fréttir af Ásveginum, skorum á fleiri Dalvíkinga að setja inn smá rapport, já og Hólmara og Húsvíkinga og Borgfirðinga og bara alla :)

Kv. Akraselir

Akraselir (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 15:13

7 Smámynd: ________________________________________________________

Kærar þakkir fyrir hlýhug og vinaþel á þessum merku tímamótum í lífi mínu.

Góðar stundir,

Hjörvar Óli.

________________________________________________________, 7.4.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband