24.3.2009 | 22:29
Örfréttir frá Akureyri
Ágætu Jörfaliðar!
"Segjum já við Jörfabloggi" skrifar Stebbi bró og gerist pólitískur. Mekið lefandis ósköp yrði það nú fín ríksstjórn sem væri eingöngu skipuð ættmennum Jörfaliðsins! En nú er svo komið fyrir skrifum okkar hérna á blogginu að ekkert dugir minna en fréttabréf þá loksins sem maður dr....st við að skrifa!
Það er allt fínt að frétta af okkur hérna á Norðurbrekkunni Akureyrsku. Þetta tæpa ár sem liðið er frá því við fluttum hingað hefur liðið ótrúlega fljótt og hér er gott að búa.
Bjarki er í Verkmenntaskólanum á Akureyri og glímir nú við þann höfuðverk að ákveða hvert skal stefna í skólanum næsta vetur. Hann hefur verið á matvælabraut í vetur og líkað vel, en engu að síður komist að þeirri niðurstöðu að eldamennska og þjónusta er ekki hans fag. Hann vinnur í Europris með skólanum og heldur því sjálfsagt áfram í sumar.
Steinar Pálmi ákvað að yfirgefa höfuðborgina og ætlar að taka síðasta mánuðinn í Tækniskólanum utan skóla. Hann sagði blankheitunum stríð á hendur og kaus að velja hagstæðari kjör á fæði og húsnæði hér hjá ma&pa á Holtagötunni. Hann er rétt að renna í hlað þegar þetta er skrifað! Hann verður í vinnu hér á Akureyri í sumar.
Óli gerir það ekki endasleppt í kokkamennskunni! Hann keppir reglulega á milli þess sem hann matreiðir fyrir gesti á Vox. Þar er Food & Fun nýlokið. Hann var einn af fulltrúum Íslands í Norrænni matreiðslukeppni í Bella Center í Kaupmannahöfn um daginn. Framundan er svo landshlutakeppnin Íslenskt eldhús og síðast en ekki síst keppnin um Matreiðslumann ársins. Þar ætlum við að mæta með klapplið!
Vorið var örugglega komið á Norðurlandi um daginn, en ég held að það sé farið aftur...í bili allavega! Verst að þetta stutta vor skyldi taka burtu allan snjóinn. Við erum að skipuleggja ferðir sumarsins, sumarhúsadvöl og fleira skemmtilegt. Svo verður að sjálfsögðu tekinn góður tími í Gamla-Jörfa.
Segjum þetta gott af tíðindum úr Holtagötu 4 og hlökkum til að sjá sem flesta Jörfaliða í sumar!
Sæl að sinni!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Áfram Óli.
Akraselir.
________________________________________________________, 25.3.2009 kl. 11:44
Sæt mynd af ykkur hjónunum
.Allt gott að frétta af skaganum það er annars líka frekar kalt hjá okkur sumarið ennþá.Var að vinna hjá kirkjunni í dag stundum svolítið erfitt en maður gerir eins vel og maður getur . kv Helga sess
________________________________________________________, 26.3.2009 kl. 23:09
Takk fyrir fréttabréf og mynd. Ég er á leiðinni á árshátíð hjá minni vinnu. Ég þarf að vinna til kl. fjögur og verð dálítið tæp á tíma í ,,meikóverið'' (það er farið að þurfa eitthvað meira að sparsli) þannig að ég er búin að panta aðstoð úr Helguhúsi
Bless, Fjóla
________________________________________________________, 28.3.2009 kl. 15:34
Það er búið að sparsla í Fjólu syss Eyrún sá um andlit og ég sá um hár .Það er alveg ótrúlegt hvað hægt er að gera með gerviaugnhárum og bjúdíkremum hún varð bara ótrúlega sæt ........hí hí nú er ég hætt áður en á ég fæ á baukinn
KV Helga sess
________________________________________________________, 28.3.2009 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.