1.3.2009 | 22:23
Gamli Jörfi bað að heilsa
Jæja, þá erum við komin aftur heim eftir dýrðardvöl (að mestu) í Gamlanum. Aðkoman var ekki mjög notaleg eins og flestir hafa líklega frétt, Sóló glóandi og allt vatn úr kerfinu út um öll gólf og veggi. Eeen, þetta fór allt mun betur en á horfðist, við náðum í tæka tíð svo hægt var að koma í veg fyrir stórtjón!
Veðrið lék við hvurn sinn fingur eins og þið getið séð hér http://www.flickr.com/photos/gudnysigga/ sól og heiðskírt. Gamlinn fékk smá upplyftingu, nú eru til dæmis ilmandi hrein gluggatjöld fyrir stofu, eldhúsi og herbergi uppi :)
Hlakka til að fara austur næst, vonandi líður ekki of langur tími.
Guðný.Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er aldeilis gott að Gamli Jörfi skuli vera heill á húfi.
ÓA
________________________________________________________, 2.3.2009 kl. 10:25
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item253333/
Hér getið þið séð frétt af óhappinu, en þetta er stórlega ýkt með gufuna, hitinn var ekkert gríðarlegur nema rétt í kringum Sóló og lækkaði um leið og ég slökkti á henni. Verst var fýlan af frostleginum og einhver reykjar-sótlykt sem verður eitthvað á loftinu, hverfur vonandi þegar umgengnin eykst um húsið og við málum :) Guðný.
________________________________________________________, 2.3.2009 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.