Fréttir úr Hólminum

Héðan er allt gott að frétta, JB braggast vel og er orðinn sannkölluð "krúttbolla", alltaf brosandi og farinn að sofa vel á næturnar þannig að hann og mamman vakna hress og kát um 9 leytið á morgnana. Mamman er því í sannkölluðu orlofi- prjónar og les bækur sem hún hafði ekki tíma (eða samvisku) til að lesa meðan hún var í náminu. Stelpurnar dýrka bróður (og ekki einar um það) og eru mjög stoltar af honum. Semsagt lífið er "draumur i dós" hér á Skólastígnum :-)

GDSC03181DSC03099

DSC03210

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Já, þetta er greinilega mikil krúttbolla og mér sýnist afanum og ömmunni ekkert leiðast að dúllast með hann!

Ég skrapp í fjallið áðan og hitti þar fyrir Bryndísi Ingu, heldur borubratta. Lyftan opin í kvöld og fínt færi. Daman lét vel af sér og vantaði ekkert sem ömmusystirin gæti reddað henni . Vildi meina að hún væri bara orðin nokkuð góð á skíðum!

Kveðja, Guðný.

________________________________________________________, 17.2.2009 kl. 21:03

2 Smámynd: ________________________________________________________

Flottur frændi...og frænkur! Hann hefur grinilega mikið aðdráttarafl drengurinn.

Bestur kveðjur frá Akureyri!
Gústi & co.

________________________________________________________, 17.2.2009 kl. 23:42

3 identicon

Mikið ertu orðinn stór og myndarlegur, elsku litli frændi minn.  Það er líka auðséð að þig vantar ekki athyglina, þar sem þú átt svona duglegar systur, sem örugglega eiga eftir að stjana við þig.  Ekki slæmt fyrir framtíðina   Kær kveðja, Guja ömmusyss.

Guðríður Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband