24.1.2009 | 22:16
Fjandans þorrinn! (þorrablót)
Hluti af Norðurlandsdeild Jörfaliðsins kom saman í Ásvegi 1 og hélt þar heljarinnar þorrablót með tilheyrandi skemmtidagskrá. Gústi flutti stórskemmtilegan annál með miklum leikrænum tilþrifum í hlutverki Lafmóðs skokkan, Magga söng Þorraþrælinn og hin Maggan lék undir á skeiðar. Atli og Siggi sýndu íslenska glímu, Sigtryggur vann. Dagur lék Stóð ég úti í tunglsljósi á harmonikku og Óskar, Óttar og Ída Guðrún stóðu úti í tunglsljósi. Guðný var kynnir skemmtidagskrárinnar. Bjarki Rafn og Hjörvar Óli hoppuðu kringum húsið í annarri brókarskálminni. Kötturinn Ketill reif hár sitt í skelfingu og fór að heiman.
Á matseðlinum var meðal annars tvísnert hangikjöt, nýlyktaður hákarl, margsúrsaðir þuklaðir pungar, þrírifinn harðfiskur, basískur hvalur, þorrasveinamalt og lífrænt ræktuð svið. Að auki voru sléttkökur og dinglukjöt með sméri.
Guja og Raggi komust af tilviljun yfir skemmtidagskrána og matseðilinn og kusu að mæta ekki.
not.........
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:18 | Facebook
Athugasemdir
eru engin takmörk fyrir hvað þið haldið að þið séuð skemmtileg
KV Helga sess skemmtilega
________________________________________________________, 24.1.2009 kl. 22:23
Ég er sammála Helgu frænku ! ! ég sit hér heima hja Alla Baldurs, fengum okkur "þorra mat" þ.e.a.s engan helv. súrmat :D Ég vil hér með heimta það að hitta þennan fræga Lafmóð Skokkan í persónu, enda veit ég alveg að hann er sprellllli lifandi ! ! !
Kveðja úr Reykjavík
Steinar Pálmi Ágústsson (Skokkan)
Steinar Pálmi (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 23:37
Ég tek undir með Steinari Pálma að ég vill gjarnan fá að hitta hinn víðfræga Lafmóð Skokkan. Mér finnst það sanngjörn borgun fyrir að gæta Steinars eins og eina kvöldstund, grátandi yfir því að komast hvorki austur né norður til að bölva þorranum.
Bestu kveðjur úr borg óttans.
Aðalsteinn Baldursson, 25.1.2009 kl. 00:36
Þar sem að þetta ágæta þorrablót var haldið á bóndadaginn þá bíðum við eftir myndunum af mættum karlmönnum að hoppa í kringum bæinn með annan fótinn í brókarskálminni
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 25.1.2009 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.