Áramótagleði norðurdeildar

Áramótagleði Norðurdeildar Jörfaliðsins

Eins og undanfarin ár (áratugi jafnvel) var haldin heljarins áramótaveisla heima hjá Guju og Ragga. Þangað söfnuðust Jörfaliðar og þeim tengdir og fögnuðu nýju ári með mikilli veislu og tilheyrandi flugeldaskothríð!
Þessi veisla var hápunkturinn á skemmtilegu jólahaldi norðurdeildar Jörfaliðsins, sem hittist með reglulegu millibili allan jólamánuðinn. Allt frá því laufabrauðið var skorið, þar til nýárskaffið var drukkið saman.
Vonandi verður nýja árið Jörfaliðinu gæfuríkt og mörg tilefnin til að hittast!

Myndir úr áramótaveislunni koma í myndsafnið fljótlega. Ég lenti í smá tölvutjóni, en það stendur til bóta.

Kv. Gústi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, þvílíkt langborð.  Hver getur t.d. séð hana Lilju tengdamömmu við hinn endann á borðinu   Þetta var dásamlegt samsæti og kvöldið allt.  Aldrei of mikið af svoleiðis. Takk fyrir skemmtunina

Guja (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: ________________________________________________________

Næstum eins og í Bræðslunni kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 7.1.2009 kl. 21:00

3 Smámynd: ________________________________________________________

Það eru loksins komnar myndir úr veislunni í myndsafnið.

Kv. Gústi.

________________________________________________________, 14.1.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband