JÓLAKVEÐJA

..til allra gesta síðunnar okkar. Það eru ótrúlega margir sem kíkja hér inn reglulega, takk fyrir það.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, góðs og farsæls komandi árs. Þakka allar yndislegu samverustundirnar á liðnum árum, vonandi fjölgar þeim frekar heldur en hitt. Það er alltaf tilhlökkunarefni þegar Jörfaliðar og aðrir ættingjar og vinir okkar koma saman.

 Jólatertan hans Sigga í ár, hún var dásamleg!Ástarþakkir fyrir fallegar jólagjafir og öll jólakortin, ekkert súkkulaði í jólapökkunum í ár, verður ekki betra! Jólarjúpan og -hreindýrið í gærkvöldi var afar ljúffengt að vanda og Möðrudalshangikjötið í hádeginu í dag það besta í mörg ár!  Nú liggjum við á meltunni og stefnan hjá mér er að komast úr náttfötunum í kórdressið fyrir jólamessuna í Urðarkirkju sem verður á eftir. Tounge Svo er það kaffiboð hjá Guju eftir messu og svo afgangurinn af hangikjötinu í kvöldmatinn og svo.....lesa aðeins og borða svo meira Halo!

"Í dag er glatt í döprum hjörtum því Drottins ljóma jól"

Jólakveðja,

Guðný. 

ps. Ása mín, ekki láta þig dreyma um að sleppa við jólakort frá okkur, þótt þú sendir ekkert sjálf! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól

Við óska ykkur öllum gleðilegra jóla,

góðs og farsæls komandi árs

 Kveðja

Ellert og Ásta 

Ellert Jón Þorgeirsson (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: ________________________________________________________

Já, gleðileg jól öllsömul!

Hér var rjúpa á borðum á aðfangadagskvöld eins og alltaf og bragðaðist alveg frábærlega, sem og hangikjötið á jóladag.
Við höfum varla nennt út úr húsi, liggjum á meltunni og höfum það gott. Við Magga fórum reyndar í kirkjugarðinn í dag og kveiktum á kertum á leiðum afa hennar og ömmu og kveiktum svo á einu kerti fyrir Beggu okkar, við til þess gerðan minningarstein.
Núna eru Guja, Raggi, Guðný og Siggi rétt ókomin í matarboð. Það skal tekið fram að Óli sér um matseldina, þannig að við verðum líklega gestir í boðinu líka ;)

Bestur kveðjur, Gústi & co.



________________________________________________________, 26.12.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband