23.12.2008 | 00:15
Útskriftin hans Óla
Sæl öllsömul.
Þá er hann Óli okkar Gústa orðinn matreiðslumaður! Hann útskrifaðist föstudaginn 19. desember í Digraneskirkju í Kópavogi. Við keyrðum suður til að vera viðstödd athöfnina og erum harla montin af drengnum!
Eftir athöfnina borðuðum við saman á VOX Bistro, þar sem Óli fékk höfðinglegar viðtökur hjá vinnufélögunum, sem splæstu kampavíni í tilefni dagsins.
Óli kom svo með okkur norður og nú eru allir drengirnir heima og verða hjá okkur á jólunum. Óli og Steinar verða svo á SV-horninu um áramótin.
Bestu kveðjur, Gústi og Magga.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega til hamingju, elsku Óli minn. Æi, þú ert svo myndarlegur og fallegur á myndinni, þetta hefur verið hátíðleg stund.
Guja föðursyss. (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 09:42
Hjartans hamingjuóskir. Hvernig væri að splæsa á mann einhverri nýrri hugmynd til þess að lífga upp á hamborgarhrygginn - þá meina ég ekki að vekja grísinn upp - . Mig langar svo mikið til þess að vera með eitthvað annað á aðfangadagskvöld, en eins og fyrri jólin sem ég hef bryddað upp á þessu er það kolfellt...
Kær kveðja, Fjóla Ásg
Fjóla Ásg (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 09:43
Ójá, hann er flottur, strákurinn! Gat knúsað hann í skötuveislu hjá Möggu í gærkvöldi. Skatan var svo sterk að greyið útvarpsmaðurinn, kokkapabbinn, sat eftir með sviðna tungu í leikslok!!
Annars eru jólin smám saman að koma sér fyrir í Ásvegi 1, gamla skrautið okkar að mestu búið að finna sér nýjan stað og búa til jólastemmningu. Siggi fór einn að velja jólatré á meðan "börnin" sváfu og frúin var í Rómarborg og þið hefðuð bara átt að sjá tréð áður en hann sagaði neðan af því í gær! Ég hugsa að það hafi verið hátt í þriggja metra hátt - svolítið Sigga líkt?
Síldarveisla hér í kvöld, allir Jörfaliðar boðnir! Kv. Guðný.
________________________________________________________, 23.12.2008 kl. 10:44
Innilega til hamingju með drenginn.. hann er stórglæsilegur.. og gleðileg jól til allra ykkar í Jörfa :)
Aldís Fjóla (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 23:15
Kærar þakkir fyrir hamingjuóskirnar allir saman! Og takk fyrir frábæra skötuveislu í gær (sem pabbi kvartar enn undan), og svo æðislega síldarveislu í kvöld! Yndislegt að fá að hitta alla!
Og Fjóla, þetta með að lífga upp á grísinn án þess að lífga við grísinn. Ég held að málið sé einfaldlega að gera það sem mann langar til og dettur í hug og ekki hlusta á neinn nema sjálfan sig ;). Mér finnst það alltaf koma best út þannig. Af þeirri ástæðu hef ég reyndar aldrei fengið að snerta á rjúpunum á þessu heimili, enda legg ég ekki í það ef sú eldamennska félli ekki í kramið :).
Gleðileg jól allir saman, hafið það huggulegt yfir hátíðarnar!
Óli Gústa (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 03:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.