Emil Ragnar Reykjalín Ólafsson

var skírður í gær og ég missti af því!  Crying

Til hamingju með fallegt nafn elsku frændi og foreldrar!  Mikið væri nú gaman að fá nokkrar myndir hér inn - svona uppá heimildargildið!

Ég missti sumsé af skírninni af því ég var á heimleið frá útttlöndum, skrapp til Rómar til að skoða skóla og funda með samstarfsfólki í Comeniusarverkefni sem ég er verkefnisstjóri í. Ekkert sérstaklega leiðinlegt, reyndar var Róm með blautara móti, þrumuveður og læti um nætur og miiiikil rigning alla daga!  Við sáum "bakhliðina" á Róm, skólarnir voru í hálfgerðu fátækrahverfi þar sem fólk býr við frekar þröngan kost. En ég sá líka "framhliðina", fór í Vatikanið, skoðaði Sistinsku kapelluna, það var stórkostlegt, en allt of stuttur tími.  Ef vel er að gáð má sjá grilla í undirritaða í rauðri peysu á einni myndinni hér, http://www.mahatmagandhi.it/Comenius.html  þær voru teknar í kaffiboði hjá skólastjóra skólans sem við vorum í.  Smelli kannski inn einhverjum myndum þegar ég hef tíma!Errm

Kveðja, Guðný.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

ERRÓ - pant fá fyrstu myndina sem þetta barn teiknar ;) Til hamingju með skírnardaginn, kæra fjölskylda.

Guðný, ég vona að þú hafir vinkað ;) kv.Fjóla Ásg

________________________________________________________, 16.12.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: ________________________________________________________

Til hamingju með nafnið Emil Ragnar.

Bestu kveðjur frá Akraselum.

________________________________________________________, 19.12.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband