6.12.2008 | 00:44
Óli Gústa og sveinsprófið.
Í dag bauð Óli Gústa okkur á prófsýningu í Menntaskólanum í Kópavogi. Þarna sýndu kokkanemar prófverkefni sín í köldum réttum, en það er hluti af sveinsprófsverkefnum þeirra (heitu réttirnir eru í næstu viku). Við erum að sjálfsögðu mjög stolt af Óla okkar og ekki er annað að sjá að hann sé það einnig. Okkur þótti verst að mega ekki smakka. Fleiri myndir eru í myndasafninu.
Takk fyrir okkur, Akraselir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Athugasemdir
Oooh, dásamlegt hjá þér. Óli Gústa minn! Ég er stolt af því að eiga í þér - þú stendur þig vel!
Það verður spennandi að sjá einkunnir - þú ert BARA bestur og flottastur!
kv. Guðný föðó
________________________________________________________, 6.12.2008 kl. 15:14
Þetta eru flottir fréttir hjá þér Óli minn! Vonandi gengur þér eins vel með heitu réttina í næstu viku. Sjáumst vonandi við útskriftina!
Og takk fyrir að líta til nafna þíns StórÓli og að sýna okkur þetta hérna!
Kv. Ma&Pa.
________________________________________________________, 6.12.2008 kl. 18:06
Flottir fréttir....neeeei. Þetta átti auðvitað að vera réttir.
Gústi....
________________________________________________________, 6.12.2008 kl. 18:14
Gústi minn, ég held þú sért búinn að starfa of lengi við Fréttir - þú ert fastur í þessu!!
kv. Guðný
________________________________________________________, 6.12.2008 kl. 21:51
Til hamingju Óli minn... duglegur strákur :-) Kv. Ása Björk
________________________________________________________, 7.12.2008 kl. 14:29
Ohhhh - þetta er svo fallegt. Elsku Óli minn, hjartanlega til hamingju. Gangi þér vel með "þá heitu". Kær kveðja, Guja frænka.
Guja föðursystir. (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 11:29
Ekkert smá flott Óli! Þú ert snillingur...
Kv. Magga Á.
________________________________________________________, 8.12.2008 kl. 12:00
Voðalega er maður orðinn eftirá hérna. Maður óskar hvorki til hamingju með afmæli né fylgist með öðru og er greinilega bara í eftirréttunum eða eitthvað. Reyni að taka í ........lurginn á sér og fara að fylgjast með. Bestu kveðjur til ykkar allra, Fjóla Ásg
Fjóla Ásg (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:31
Kærar þakkir allir saman, verst að geta ekki boðið ykkur öllum að borða í heita prófinu :). Treysti á hlýja strauma á fimmtudaginn...
oligusta
Óli Gústa (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.