3.12.2008 | 22:43
And live goes on......komið að laufabrauðinu!
Já, Norðurlandsdeild Jörfaliðsins (sem stækkar og stækkar) kom saman að Ásvegi 1 sl. sunnudag og gerði laufabrauðið sitt. Hátt í þrjú hundruð kökur voru skornar út af mikilli list og steiktar á eftir. Dagur Atlason sá um skemmtiatriði meðan skorið var og brustu menn jafnvel í dans undir dunandi harmonikkuleik. Ljóst þykir að afi Geiri hefur eignast mjög verðugan arftaka, allavega fékk hann að halda áfram að skera sínar kökur óáreittur!
Mágum Rögnvaldar fannst hann stoppa heldur stutt við skurðinn og voru menn jafnvel farnir að tala um að senda honum reikning, en hann bætti það allt upp með heljarinnar pizzuveislu í lok dags.
Dásamleg hefð - rosa gaman að gera laufabrauðið, en alltaf gott þegar það er búið!
Fullt af nýjum myndum í albúmi - laufabrauð 08!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:03 | Facebook
Athugasemdir
Var að enda við að steikja 150 laufabrauðskökur, fékk hjálp frá Arnari og Svandísi, gaman en gott að vera búin, kæra frændfólk varð aðeins að monta mig góðar kveðjur til ykkar allra, hafið góða aðventu, Sveina.
Sveina frænka (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 23:13
Kvusslags óhemjugangur er þetta! 150 kökur! Þið eruð samt ekki nema 4-5 í heimili!! Ég á ekki til orð.....
Þú ert ótrúlega dugleg Sveina mín, gaman að fá kveðju frá þér!
-Gústi, þú verður eiginlega að bæta augnamyndinni af Möggu inná vefinn! Kv. G. SÓl.
________________________________________________________, 4.12.2008 kl. 07:37
ji.... hafa fleiri tekið eftir því hvað við erum FALLEG!! og þetta var svo gaman og yndislegt.
alveg fimm væm á þetta - kv. MÁ.
________________________________________________________, 4.12.2008 kl. 11:02
Awww, hvað þið eruð flott á þessum myndum... og þvílíkur fjöldi af fólki... og greinilega frábær stemmning yfir mannskapnum. Alveg fimm væm héðan líka
Við Akraselir erum farnir að telja niður dagana fram að laufabrauðsdegi Suðvesturlandsdeildar Jörfaliðsins, æfum útskurðinn í laumi, drekkum kakó og skipuleggjum skemmtiatriði (töfrabrögð, brandara og tónlistaratriði). Hlökkum mikið til og mætum sterk til leiks. - kv/sp
Akraselir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:29
Halló halló kæru jörfiðar í öllum deildum. Mikið eruð þið myndarleg í norðurdeildinni, já og falleg
. Það verður gaman að sjá myndir frá suðurdeildinni og bera saman. En héðan úr firðinum fagra er bara allt með mestu ágætum, laufabrauðsbakstur vofir yfir og fleira svona jólastúss. Ég var að koma utan úr Höfn frá því að ná mér í spriklandi nýjan fisk hjá honum Kára mínum sem var að renna að bryggju, og Óttar er í þessum skrifuðu orðum að flaka hann frammi í húsi eldanna. Svo þið sjáið að það hjálpast allir að hérna fyrir austan, en bara svona sitt í hverju horni .
Jæja bið að heilsa ykkur öllum. Bestu kveðjur HB
Helga Björg (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 18:35
Tíhí....Jörfiðar! Skemmtilegt!!
________________________________________________________, 5.12.2008 kl. 20:18
Alltaf versnar nú í því. Ekki nóg með að vera eftir á með afmæliskveðjur o.f.l. heldur fékk ég ábendinu frá Norge um frábærar myndir frá laufabrauðsdegi og tek undir það. Það gæti versnað aðeins í því þegar kemur að því að setja inn myndir frá væntanlegum laufabrauðsdegi suðvesturdeildarinnar, sem samkv. áætlun átti að vera sunnud. 14. nk. Stórskipuleggjarinn klúðraði málunum eitthvað lítilsháttar - endurskoðun stendur yfir. Ágúst Óðinn ætlar víst að halda upp á einsárs afmæli þann dag. Við gerum kannski bara alvöru úr því að hittast og færa laufabrauð úr búðardunkum í "gömlu" dunkana ;) Kv. Fjóla Ásg. stórskipuleggjari
Fjóla Ásg (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.