Takk fyrir allt og allt.

Bergrún Jóhanna ÓlafsdóttirElsku Jörfaliðar, aðrir ættingjar og vinir.

Okkur langar til að senda ykkur öllum innilegar þakklætiskveðjur í kjölfar skyndilegs fráfalls, kistulagningar og jarðarfarar okkar elskulegu Beggu mömmu, tengdamömmu og ömmu.

Ykkar hlýhugur, vinátta, stuðningur, samtöl, knús, kossar, faðmlög og yndislegar hugsanir hafa verið okkur styrkur á erfiðum stundum og mun verða áfram.

Helga, Óli, Sigrún og ömmustrákarnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Já, maður finnur það best á svona stundum hve ofboðslega mikilvægt er að eiga svona góða að eins og við Jörfaliðar eigum.

Það er mjög skrýtið til þess að hugsa að Begga verði ekki til staðar næst þegar við hittumst öll, ég held að ég sé enganveginn búin að átta mig á þessu ennþá.  En lífið heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Begga systir var yndisleg og skilur eftir sig eintómar góðar minningar sem gott er að ylja sér við. Í Spámanninum segir:  "Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín".

Höldum áfram að vera samheldin og halda utan um hvert annað - það er ómetanlegt.   Sjáumst og heyrumst sem fyrst og oftast!

Kv. Guðný.  

________________________________________________________, 30.11.2008 kl. 01:22

2 Smámynd: ________________________________________________________

Tek undir allt sem að Gúðný sagði hugas alltaf til ykkar elsku 'Oli og Helga og fjölskyldur kv Helga sess verðum í sambandi

________________________________________________________, 1.12.2008 kl. 22:13

3 Smámynd: ________________________________________________________

Elsku Beggu verður sárt saknað og minning hennar mun lifa með okkur um aldur og ævi. Hún var "uppáhalds" hjá öllum í minni fjölskyldu og án efa hjá fleiri fjölskyldum. Hvar annarsstaðar rak maður inn nefið og var leystur út með aðalberjasultu, hrútaberjahlaupi, berjum og sveppum? Hvergi hugsa ég.... Ég renndi í huganum yfir allar þær gjafir sem hún færði mér í gegnum árin þegar hún kom frá útlöndum, þær eru ófáar og allar varðveittar. Dúkkan Begga hangir uppá vegg, áletruðu eggjabikararnir sem hún færði börnunum mínum á hillunni í eldhúsinu... hvar sem maður lítur er eitthvað sem minnir á Beggu. Og ég segi eins og Guðný, það er ómetanlegt að eiga ykkur öll að og verum dugleg að rækta fjölskylduböndin.

M.Á.

________________________________________________________, 2.12.2008 kl. 09:22

4 identicon

Kæra "Jörfalið"

Ég votta  ykkur samúð mína

Kær kveðja Ellert  

Ellert Jón Þorgeirsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: ________________________________________________________

Ég "fæ svo mikinn sand í augun" þegar ég sest hér og minningarnar vakna. Það er samt ekki rétt að segja að minningarnar vakni - ekki eru þær sofandi, svo mikið er víst.

Hún Begga frænka mun alltaf standa mér lifandi fyrir sjónum. Ég get meira að segja heyrt hana segja: "Æ, hvaða mall er nú á ykkur?" Þegar við frænkurnar (yngri deildin) vorum að fara á límingunum yfir einhverju eða að framkvæma misgáfulega hluti. 

Þess vegna segi ég bara eins og allir hinir, höldum áfram að hugsa vel hvert um annað.  Hjartans kveðjur, Fjóla Ásg

________________________________________________________, 8.12.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband