Afi á Ósi í Útvarpinu

Ós- mynd GSÓNæstkomandi föstudag, 28. nóvember, verður fjallað um Jóhann Helgason, afa okkar, langafa, langalangafa og langalangalagafa, í þættinum Sagnaslóð á Rás1.

Þar verður meðal annars sagt frá mikilli svaðilför afa, sem hann fór frá Hjarðahaga á Jökuldal til Vopnafjarðar. Í þessari ferð hreppti hann vonskuveður og varð að liggja úti. Fleira kemur við sögu í þættinum.

Kv. Gústi.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Flott hjá þér Gústi, ég hlusta, allavega á netinu. Afi var stórmerkilegur kall og fróðlegt fyrir afkomendur að heyra sögu hans.

kv. Guðný

________________________________________________________, 25.11.2008 kl. 10:24

2 identicon

Það er ekki spurning um að hlusta, geri ráð fyrir því að nota netið, þar sem ég get ekki hlustað í vinnunni.  Ég man alltaf hvað það var hátíðlegt að fara niður í Ós og lesa kaflann um hann afa í "Hrakningar og heiðavegir".  Ég var sko búin að lesa hann oft.  Man ennþá hvar bókin var í bókahillunni

Guja syss (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 12:05

3 Smámynd: ________________________________________________________

Það er akkúrat frásögnin í Hrakningum og heiðarvegum sem þessi umfjöllun í Sagnaslóð byggist á. Svo er notuð greinin um afa og ömmu sem birtist í Heima er bezt. Þessu potaði ég til þeirra Sagnaslóðarmanna ;-)  

Kv. Gústi.

________________________________________________________, 26.11.2008 kl. 18:23

4 Smámynd: ________________________________________________________

Já maður á að ota sínum tota   ég stilli á Sagnaslóð í fyrra málið, kemur beint í framhaldi af Óskastundinni, þetta verður góður dagur... eins og stundum er sagt heima hjá mér á morgnana

Kv. Magga Ásg.

________________________________________________________, 27.11.2008 kl. 09:22

5 identicon

Tek gufuna á netinu. Geri það gjarna. Takk fyrir "lekann", Gústi. Kv. Fjóla Ásg

Fjóla Ásg (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband