7.11.2008 | 21:59
Jónas Bjartur útskrifaður og kominn í heim.
Sælir kæru vinir.
Við viljum þakka allan stuðningin síðustu tvær vikur. Svona vinátta er ómetanleg.
En Jónas Bjartur fékk fína skoðun í dag og var útskrifaður, og þar sem næsta skoðun er ekki fyrr en eftir tvær vikur brunuðum við fljótlega í Hólminn eftir sýningu hjá ömmu og afa í rvk. Dagný, Bryndís, amma og afi tóku svo á móti okkur heima.
Bestu þakkir og kærar kveðjur. Steini ,Bogga og stelp fjölsk.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Elsku Steini, Bogga, Dagný, Bryndís og Jónas Bjartur. Mikið er gott að heyra að allt gangi eins og það á að ganga og þið komin heim. Þetta er æðislegur strákur og á eftir að láta mikið að sér kveða, ég er sannfærð um það.
Heima er best - Kveðja, Ása Björk
________________________________________________________, 8.11.2008 kl. 13:13
Æi, frábært að heyra! Já, þessir Jörfaliðar láta nú ekki deigan síga þótt á móti blási í smástund, ekki síst ef Kóngsbakkablóð er í bland
!
Kveðja og hamingjuóskir frá Ásvegi 1 á Dalvík.
________________________________________________________, 8.11.2008 kl. 15:43
Velkominn heim, elsku litli Jónas Bjartur. Mikið er ég glöð að heyra hvað allt er farið að ganga vel hjá ykkur. Megi Guð vera með þér um ókomin ár. Kær kveðja til Steina, Boggu og stelp...... - nei - barnanna allra frá Guju ömmusystur.
Guja ömmusysgtir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:54
Elsku Jónas Bjartur, litli sólargeisli.
Velkominn heim í Stykkishólminn og gangi þér allt í haginn í framtíðinni. Bestu kveðjur til pabba og mömmu og stóru systra þinna og ömmu og afa og allra hinna. Það verða nú örugglega ekki vandræðin með að dekra svolítið við þig
Kveðja frá öllum í Akraselinu.
Sigrún (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 14:32
Frábært að þú ert nú komin heim litli kútur
elsku Steini, Bogga og stóru systur
guð og gæfan fylgi ykkur.
Kveðja Gústi, Magga og 3 strákar
Magga,Gústi og strákarnir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:50
Bara að láta þig vita, Jónas Bjartur, að þú ert kallaður Jónas Brattur hér á bæ. Hjartans kveðjur til ykkar allra, Fjóla Ásg
________________________________________________________, 11.11.2008 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.