Laugardagur til lukku!

fyrstiKæru Jörfaliðar og aðrir vinir!

Mig langar að minna ykkur á síðbúið afmælisboð á laugardaginn. Það verður opið hús í Félagsheimilinu Lóni, Hrísalundi 1 á Akureyri (sjá hér). Þar verður frjáls mæting í súpu og brauð á milli klukkan 18 og 22 og vonast ég auðvitað til að sjá sem flest ykkar þar!

Ég get auðvitað ekki lofað því að toppa Fiskidagssúpuna hjá Guðnýju og Sigga, en reyni það auðvitað. Allavega verð ég með sama kokkinnWink.

Bestu kveðjur, Gústi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Ég geri ráð fyrir því að Margrét systir okkar Helgu Sess, sé búin að láta þig vita að við (ég og Helga Sess) eigum ekki heimangengt. Margrét og fjölskylda eru í þessum skrifuðum orðum að graðga í sig skyndibita í Staðarskála, á suðurleið. Sjáumst bara í fertugsafmæli Margrétar (nú verður einhver? ekki vinsæll....) kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 6.11.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég myndi gjarnan vilja mæta en því miður hef ég ekki tök á því. Njóttu endilega dagsins.

Kv. Gosi

Aðalsteinn Baldursson, 6.11.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: ________________________________________________________

Ég skora á alla Jörfaliða sem vettlingi geta valdið að mæta á staðinn og vera skemmtilegir, spáin er góð, samt er ég skíthrædd um að við verðum í miklum minnihluta!!! Eins og við getum nú verið skemmtileg!!!

________________________________________________________, 7.11.2008 kl. 21:43

4 identicon

Verðum því miður fjarverandi vegna sívaxandi leti.

Bestu kveðjur til afmælisbarnsins  og annarra Jörfaliða!

Stebbi og Ragna.

Stefán (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband