Takk fyrir mig!

p1020909.jpgKæru Jörfaliðar!

Ég þakka innilega fyrir góðar kveðjur og gjafir í gær, þegar ég varð FIMMTUGUR! Ótal hringingar, sms, tölvupósta og hvaða boðskipti nú voru notuð! En FIMMTUGUR þýðir ekki að ég sé orðinn GAMALL! Því eins og Raggi mágur segir: „Það er ekki eftir sem búið er,“ þannig að nú er þessu verkefni lokið og best að snúa sér að því næsta!

p1020910_701952.jpgVið héldum lítið heimboð fyrir nærstadda ættingja, mjög skemmtilegt að fá þau í heimsókn! Það var engin stórveisla í þetta sinn....og verður ekki. Hinsvegar bið ég ykkur öll að taka frá laugardaginn 8. nóvember! Þá ætla ég að hafa opið hús í Lóni, félagsheimili karlakórsins míns. Þar verður frjáls mæting í súpu og brauð og vonast ég til að sjá sem flest ykkar þar!

Kv. Gústi.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Til hamingju með daginn um daginn Gústi minn.  Þykir leitt að ég komst ekki í boðið en ég skal taka 8. nóv frá og mæta í súpu.

Kveðja, Óli Helgi.

________________________________________________________, 18.10.2008 kl. 10:37

2 identicon

Takk, svo mikið. Það væri nú dásamlegt að drífa sig Kv. Fjóla Ásg og fj.

Fjóla Ásg (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband