18.10.2008 | 00:33
Takk fyrir mig!
Kæru Jörfaliðar!
Ég þakka innilega fyrir góðar kveðjur og gjafir í gær, þegar ég varð FIMMTUGUR! Ótal hringingar, sms, tölvupósta og hvaða boðskipti nú voru notuð! En FIMMTUGUR þýðir ekki að ég sé orðinn GAMALL! Því eins og Raggi mágur segir: Það er ekki eftir sem búið er, þannig að nú er þessu verkefni lokið og best að snúa sér að því næsta! Við héldum lítið heimboð fyrir nærstadda ættingja, mjög skemmtilegt að fá þau í heimsókn! Það var engin stórveisla í þetta sinn....og verður ekki. Hinsvegar bið ég ykkur öll að taka frá laugardaginn 8. nóvember! Þá ætla ég að hafa opið hús í Lóni, félagsheimili karlakórsins míns. Þar verður frjáls mæting í súpu og brauð og vonast ég til að sjá sem flest ykkar þar!
Kv. Gústi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:39 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með daginn um daginn Gústi minn. Þykir leitt að ég komst ekki í boðið en ég skal taka 8. nóv frá og mæta í súpu.
Kveðja, Óli Helgi.
________________________________________________________, 18.10.2008 kl. 10:37
Takk, svo mikið. Það væri nú dásamlegt að drífa sig
Kv. Fjóla Ásg og fj.
Fjóla Ásg (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.