16.10.2008 | 11:00
100/2 = 50
Í dag er 16. október um allt land og aðeins 69 dagar til jóla. Að því tilefni þá tók ég upp reiknistokkinn og setti upp dæmi. Gefum okkur að við tökum einhverja tölu, t.d. eittþúsundníuhundruðfimmtíuogátta og drögum hana frá tvöþúsundogátta. Mér til mikillar furðu þá kom út sama tala og í dæminu í fyrirsögninni; fimmtíu.
Gústi kokkur fær verðlaun að því tilefni. Til hamingju gamli.
ÓA.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
haha... við Óli gerðum færslu á sama tíma!! Svona hugsa margir til Gústa í dag - til hamingju Gústi, þú ert orðinn fimmtugur.
Kveðja kær úr Þrastarhóli
________________________________________________________, 16.10.2008 kl. 11:08
jooohuuuuu til hamingju með afmælið Gústi og hver gæti trúað því að þessi fjallmyndalegi maður væri orðinn fimmtugur kossar og meira knús kv frá öllum á Háholti 19
________________________________________________________, 16.10.2008 kl. 11:22
... og enn meira knús úr Akraselinu hvíta og fallega. Innilegar hamingjuóskir á afmælisdaginn.
Akraselir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:30
Gamli - gamli - gamli - gamli minn!!
Knús og kossar í tilefni dagsins, sjáumst í kvöld!
Guðný.
________________________________________________________, 16.10.2008 kl. 14:43
Innilega til hamingju með daginn Gústi minn. Þú ert svo ungur og sætur.... Kveðja Ása Björk
________________________________________________________, 16.10.2008 kl. 15:43
Til hamingju með daginn vinur. Þú ert ekkert svo rosalega gamall. Málið er bara að það eru margir yngri.
Aðalsteinn Baldursson, 16.10.2008 kl. 18:29
Takk fyrir mig elskurnar! Þetta er búinn að vera góður dagur!
Kv. Gústi (50)
________________________________________________________, 16.10.2008 kl. 22:52
Össs,næstum búin að gleyma að kvitta. Bestu kveðjur úr Hólminum.
Kv. Steini og co
ps. Inga og Begga senda kveðju.
Steini Jónasar (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 23:55
Örlítið seinar allrabestukveðjur frá Fjólu Ásg og fjölsk.
PS Soldið fyndið að rifja það upp núna að þegar ég kom í heimsókn til Gústa og Möggu í júní vorum við að tala um þetta merkisafmæli. Talið barst að utanlandsferðum af þannig tilefnum. Einhver hafði við orð að það yrði nú sjálfsagt ekki farandi af landi brott þegar líða tæki á árið....evran yrði örugglega orðin 150 kr
Okkur fannst það ógurlega fyndið þá 
________________________________________________________, 17.10.2008 kl. 18:04
Til hamingju með daginn
um daginn frændi þú ert flotastur
. Kveðja til þinnar fjölskyldu .
Kv Ellert & Ásta
Ellert Jón Þorgeirsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.