Sláturgerð og árshátíð

Húsfreyjan í Ásvegi 1 ;)Já, nú á þessum "síðustu og verstu" er málið að taka slátur. Það hefur ekki verið gert sl. þrjú ár í þessari stórfjölskyldu, en eftir léttan fjölskyldufund var ákveðið að taka slátur í ár. Þetta reyndist að sjálfsögðu hin besta skemmtan, eða finnst ykkur konan á myndinni eitthvað þunglyndisleg? Woundering

Annars erum við frænkur og "móðursystur" á leið á árshátíð Starfsmannafélags Dalvíkurbyggðar í kvöld, báðar í stjórn og alles og sú yngri önnur af tveimur veislustjórum!! Siggi minn og Atli sinn fá að sjálfsögðu þann heiður að vera menn kvennanna sinna í kvöld. Flottur matur og Byltingarball á eftir, get ekki beðið! 

 kv. Guðný


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Nú er ég að taka til í frystikistunni og þar kennir nú ýmissa grasa. Finnst ykkur það nokkur misnotkun á krepputalinu að láta liðið borða "fyrra árs" hakk? Ég er svona að velta því fyrir mér að prófa mig áfram og prófa næst að kaupa Bónus Cola.....um að gera að nota aðstæður Kv. Fjóla Ásg

________________________________________________________, 11.10.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: ________________________________________________________

Það er rosalegt að stíga svona skref Fjóla mín. Á mínu heimili eru menn frekar kátir með ástandið, egilsdjús, ora fiskibollur, poppmais og lifrabuff svo eitthvað sé nefnt. Langt síðan þetta hefur sést nema kannksi orað það er alltaf jafn vinsælt.

Mikið held ég að það hafi ekki verið leiðinlegt í sláturgerð hjá ykkur. Við Hjördís frænka sláturuðum nokkrum slátrum í síðustu viku og svei mér þá er ég ætla ekki að búa til sviðasultu.....  -ÁBS

p.s. Fjóla, það fattar engin frá hvaða áratug hakkið er ef þú þegir um það

________________________________________________________, 15.10.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband