Föst í lyftu í borg óttans!

 

Vorum að koma heim úr ferð á sjávarréttasýn....nei, sjávarútvegssýninguna í borg óttans, Reykjavík. Mikið fróðlegt, mikið fjör. Upplifði að festast í lyftu í fyrsta sinn, þarf ekki að gera það aftur, guði sé lof fyrir það! Það bjargaði lífi mínu að ég var með símann minn, spilaði snake í símanum í um tuttugu mínútur, þangað til kom góður kall frá Securitas og skrúfaði framhliðina af lyftunni og dröslaði mér uppúr henniBlush. Mér finnst það eigi að vera símasamband í öllum lyftum landsins. Þetta var óþægileg lífsreynsla, mæli ekki með þessu við nokkurn mann. 

Það hefur verið óvenju mikil hreyfing inni á síðunni okkar í dag, tuttugu og níu gestir og 563 flettingar!

Ástæðan er þessi: http://www.borgarfjordureystri.is/index.php?pid=2 . En mikið væri spennandi að sjá einhverjar kvittanir fyrir heimsóknina, í gestabók eða komment! Wink

Kveðja, Guðný. 

ps. var að setja fleiri myndir á flickr síðuna mína, kíkið endilegaJoyful

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hér eins og grár köttur, þið fengjuð nú bara leið m efég væri alltaf að kvitta

Stebbý

Stebbý (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 11:31

2 identicon

Ég er líka alltaf á rápinu - þyrfti að vera duglegri að skrifa. Frábærar nýju myndarnar þínar, Guðný, eins og allar hinar líka. Eftir lyftusöguna datt mér í hug að kannski myndu einhverjir vera bara fegnir í dag að sitja fastir í lyftu og biðja þess lengstra orða að fá að vera þar.

Kunningjakona mín kom hér við áðan. Hún er að fara til Danmerkur á morgun að heimsækja dóttur sína sem er þar við nám. Hún er að æfa sig í finnsku - reyna að læra utanað eitthvað af molasykurspökkum til að forðast að tala íslensku.... Kv. Fjóla Ásg.

Fjóla Ásg (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 14:51

3 identicon

Sæl nýji lyftuvörður!!!!!!!!!!!!!Og takk fyrir síðast. Minnir við Kári veita þér fyrstu hjálp þegar þú komst út úr lyftunni, þá nýbúin að veita Sigga fyrstu, aðra, og þriðju, hjálp sökum þess að konan hans var týnd, og það náðist ekki í hana í gemsann. Það yrði sama með mig og Stebbý ef ég færi að kvitta í hvert skipti sem ég skrönglast hér inn, það er svo oft. Og kannski yrði ég klöguð fyrir að leggja hana Guðný mína í einelti. En annars bestu kveðjur til ykkar. Helga Björg.

Helga Björg (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 18:45

4 identicon

Þetta er bara ég . Ég er alltaf  inni á síðuni ykkar mér finnst hún góð  og þess vegna er ég 

ELLÓ (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:11

5 identicon

Þetta er ég aftur ég ýti á vitlausa takka og allt fór . en ég hef gaman af síðuni ykkar er einu sinni á dag inná henni   bið að heilsa ykkur öllum og vona að ÞIG hafi það sem best

KV ELLÓ (Ellert Jón Þorgeirsson &  Ásta )

Elló (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:16

6 Smámynd: ________________________________________________________

Gaman að sjá alla þessa "leynigesti" sem eru að koma í ljós!

Frábært að þetta brölt okkar með þessa síðu sé einhverjum gleðigjafi, það væri bjánalegt að halda þessu úti ef enginn kíkti!  Ég sé á teljaranum að það líður yfirleitt ekki dagur svo það séu ekki einhverjar flettingar, og það er bara flott!  HINSVEGAR mættu fleiri Jörfaliðar gjarnan vera duglegri að smella inn bloggi af og til - þið eruð öll með aðgang, muniði!!    Þarf ekki að vera merkilegt, t.d. fréttir af börnum og/eða barnabörnum, ferðalög, hugleiðingar um allt og ekkert.....t.d. kreppuna? Nei annars, ekki kreppuna, látum jákvæðni og léttan húmor frekar ráða ferðinni

kv. Guðný

________________________________________________________, 11.10.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband