29.9.2008 | 19:24
Haustferð í Gamla Jörfa
Ætli sé ekki best að hlýða henni Pálínu með prikið og skjóta inn nokkrum myndum. Við vorum semsagt í Gamlanum um síðustu helgi ásamt félögum okkar í Matarklúbbnum Aski sem hefur starfað í allnokkur ár. Í stuttu máli sagt þá var ferðin frábær, Borgarfjörður skartaði sínu fegursta, veðrið var meiriháttar og allt í plús. Við fórum út um allt; út í Merki, upp í kirkjugarð, niður í Gusu, niður í Ós, í Kerlingarfjöru og Stekkjarfjöru, upp á Álfaborg, inn í kirkjuna og út á bryggju svo eitthvað sé nefnt. Nokkrir fóru meira að segja upp á Kúahjalla og Hrafnatinda!
Það ber helst til tíðinda úr firðinum fagra að Nýji Jörfi hefur farið í gagngera andlitslyftingu, búið að klæða hann í ný föt! Húsið sem var orðið ansi lúið er sem nýtt, algjört augnakonfekt, eins og þið getið séð á mynd í albúminu (Haustferð 2008).
Gamli Jörfi bað kærlega að heilsa öllum í Jörfaliðinu og bíður spenntur eftir næstu heimsókn
kv. Guðný.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
frábærar myndir Guðný og greinilega góð ferð kv Helga sess
________________________________________________________, 30.9.2008 kl. 17:45
Æ, stundum vildi maður óska þess að það væri styttra að skreppa....
Kv. Fjóla
________________________________________________________, 1.10.2008 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.