Prik vikunnar!

Magga altmuligmanneskja og handhafi priks vikunnar :)Í okkar ágæta bæjarblaði sem heitir Bæjarpósturinn og kemur út vikulega, er m.a. haldið út einum þætti sem nefnist "Prik vikunnar". Júlli Júl (fiskidags...) sér þar um að veita viðurkenningu þeim sem honum finnst skara fram úr á einhvern hátt í bæjarfélaginu eða hefur unnið einhverskonar afrek sem honum þykir tilefni til að hrósa sérstaklega fyrir og þykir það þónokkur heiður að komast á blað hjá Júlla. Stundum úthlutar hann nokkrum "prikum" í senn, en í síðasta Bæjarpósti var greinin hans svohljóðandi:

"Prik vikunnar hlýtur að þessu sinni hress, jákvæð og bóngóð ung kona sem vinnur hjá Dalvíkurbyggð. Hún svarar hress í síma, tekur vel á móti viðskiptavinum og öll mál eru leyst með bros á vör. Já, þetta er hún Margrét Ásgeirsdóttir símadama og altmuligmanneskja á skrifstofu Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsinu. Að þessu sinni ætla ég að leyfa ljóma priks vikunnar að skína á Margréti eina og geyma önnur prik til næsta blaðs. "

Svo mörg voru þau orð.  Vildi bara láta ykkur vita að ég þekki hana!!  Tounge

Kv. Guðný, ömmusystir barnanna hennar Margrétar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Til hamingju Magga.

Þetta kemur ekki á óvart því Möggu hefur verið úthlutað mörgum prikum frá okkur Akraselum.  Við gleymdum bara að segja henni frá því.

Akraselir.

________________________________________________________, 26.9.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: ________________________________________________________

Þetta á hún Magga sko skilið!

Ég hef stundum þurft að hringja í Dalvíkurbyggð og leita að týndu fólki...eða kannski ekki týndu, en hef samt þurft að láta finna það fyrir mig. Magga reddar!
Svo á hún alveg rosalega góðan heitan pott....þar er gott að sitja og drek....syngja!
Og hún er mögnuð í að bera kassa þegar fólk er að flytja!!!
Magga er fín frænka! 

Kv. Gústi.  

________________________________________________________, 26.9.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: ________________________________________________________

mér finnst þetta nú mjög skrítið hún skellir nefnilega oft á mig þegar hún er í vinnunni og ég er bara að spjalla og segist þurfa að svara í símann.Að vísu verð ég að viðurkenna að hún er ágæt greyið það skemmir ekki fyrir henni hvað hún er sæt KV Helga sess stolt að lillu syss

________________________________________________________, 27.9.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: ________________________________________________________

Hæ  flott  að  heyra  þetta  ég  get  alveg  sagt  ykkur  það  að  "svenska  flikkan"  hún  Magga  fær  mörg  prik  frá  mér  og  minni  fjölskyldu...     kveðja  Helga 

________________________________________________________, 28.9.2008 kl. 20:45

5 Smámynd: ________________________________________________________

Æ, ég er fegin að sjá þetta. Ég hef nefnilega haldið allar götur síðan að hún fékk tómatsósu út á slátur að uppeldið á henni hafi alveg misheppnast  Kv. Fjóla

________________________________________________________, 29.9.2008 kl. 09:27

6 Smámynd: ________________________________________________________

Þetta er skemmtilegt. Og ekkert skrítið, um er að ræða einhvern mesta húmorista í veröldinni. Ef hann er í lagi þá er rest í lagi . Til hamingju elskan.... - Ása Björk

________________________________________________________, 29.9.2008 kl. 10:04

7 Smámynd: ________________________________________________________

jú ég þakka - vona reyndar að fólk gleymi þessu priki sem fyrst svo að ég geti farið að sýna mitt rétta andlit aftur - nú er ég búin að fá prik og þarf ekki að vera kurteis lengur....  

Annars vorum við Guðný ásamt fleirum í Gamla-Jörfa um helgina og það vara bara gaman og yndislegt, Guðný hlýtur að setja inn myndir fljótlega.

Kv. Pálína með prikið.....

________________________________________________________, 29.9.2008 kl. 12:22

8 identicon

Til hamingju elskan með PRIKIÐ, mér hefði nú fundist þú eiga bara skilið heilann lurk þú ert svo fyndin "stundum"!!!!!!! Hvað um það, mér fannst nú aldeilis gaman að fá ykkur í þessa ÖR heimsókn um helgina en ég ætla ekkert að erfa það við ykkur. Og mér finnst mjög trúlegt að hún Guðný dæli myndunum inn á síðuna svo fólk fái notið þeirra, svona eins og hennar er háttur. Bið svo að heilsa ykkur. Helga Björg

Helga Björg (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband