7. september!

oligustaSæl öllsömul!

7. september er fæðingardagur pabba okkar, afa, langafa og langalangafa, Óla Gústa í Gamla Jörfa. Hann var fæddur þennan dag árið 1912 og hefði því orðið 96 ára!

Það er sjálfsagt fyrir okkur öll að minnast hans á þessum degi, þar sem ég veit að hann skiptir okkur svo miklu máli.

Við sem munum eftir pabba, minnumst hans með miklu þakklæti! Þau okkar sem yngst eru hittu hann að sjálfsögðu ekki, en þekkja hann vonandi af frásögnum þeirra sem eldri eru.

Blessu sé minning pabba!

Kv. Gústi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Ójá, blessuð sé minning pabba.  Við héldum uppá daginn með því að keppa í golfi í ótrúlega yndislegu veðri, sól, logn og hlýtt. Siggi tók karlaflokkinn í nefið, besta frammistaða hans í langan tíma. Ég varð önnur í kvennaflokki, fengum sláttuorf og fonduepott í verðlaun, ekki slæmt

Ég veit ekki hvernig pabba hefði litist á fólkið sitt núna, Gunna og Geiri, Fjóla og Viðar á Mallorca og Guja og Raggi í Prag!  Honum var alltaf frekar illa við þennan flæking til útlanda ....

kv. GSÓ

________________________________________________________, 7.9.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: ________________________________________________________

ja elsku afi blessuð sé minning þín, þú sem í öllum þínum rólegheitum kenndir manni svo ímislegt .Hitti Guðný í gær hún er með 9 spor í handleggnum ekki furða að hún inni ekki heilt golfmót .Var að skutla Unni Jóns til Akureyrar í skólann og gisti hjá Möggu syss Dagur kom til dyra og sagði velkominn heim fannst sennilega ekki mjög langt síðan ég var þar síðast. Mamma og Pabbi eru í sæluvímu á Mallorga dansa á torgum og hafa það næssssssss.kv Helga sess með bílariðu........

________________________________________________________, 7.9.2008 kl. 22:01

3 identicon

Já elsku afi, blessuð sé minning þín. Eins og pabbi segir þá minnist maður hans af miklu þakklæti og ég tel mig mun ríkari að hafa fengið að kynnast honum og læra af honum.

kv. Óli Gústa yngri.

Óli Gústa (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 22:34

4 Smámynd: ________________________________________________________

Ég skrapp hér nidur í anddyri til tess ad kanna netadganginn og sá tessa líka yndislegu mynd. Ég held ad tad sé rétt hjá Gudnýju ad honum fyndist tessi flaekingur ótarfi. Tad liggur samt fyrir ad hér er sólarlagid borid saman vid sólarlagid séd úr eldhúsglugganum í Gamla  Bestu kvedjur, allir bidja ad heilsa, Fjóla

________________________________________________________, 8.9.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband