Haustið læðist að

Sælinú. Fer svo oft hér inn og sé að nú er einhver lágdeyða yfir blogginu. Allir að snudda í sínu geri ég ráð fyrir. Það örlar á hausti hér í höfuðborginni ekki síst vegna rigningar sem fellur á skólabörn stór og smá. Á Ljósó er rútínan tekin við sumarslugsi, allir glaðir með það. Þrjú okkar af fjórum eru að byrja í nýjum skóla svo það er í mörg horn að líta og margt nýtt að fást við. Eyvindur er að byrja í 8. bekk í Hagaskóla. Þar lenti hann í góðum bekk að eigin sögn. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að hann sé meðal 550 annara unglinga á aldrinum 13-16 ára. En það láta allir vel af þessum skóla og starfsliðið virðist vera mjög gott. Skarphéðinn er að byrja í stjórnmálafræði og heimspeki í Háskóla Íslands. Gott að vita að fólk fari ennþá í þann gróna skóla. Ef ég þekki son minn rétt þá á það við hann að rökræða málin við kennara sína og samstúdenta. Mamman byrjaði líka í nýjum skóla, reyndar frá aðeins öðrum vinkli. Mér lýst afar vel á mig í HR, vel tekið á móti mér og fullt fullt af skemmtilegum verkefnum sem bíða mín. Stebbi minn klárar sinn Ármúla í vor. Þannig að það er allt í góðu á Ljósó.

 Set inn eina litla sumarmynd frá því á ættarmóti. Getum yljað okkur við þær minngar svo um munar.

born_i_jorfa.jpgNú eiga allir að koma með haustfréttir Smile Kv- Ása Björk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Hlýði umsvifalaust....

Flott blogg hjá þér Ása og myndin er frábær!  Mér finnst nú hálfskrýtið að Eyvindur sé byrjaður í 8. bekk....finnst einhvernveginn að hann eigi enn að vera í 6. eða eitthvað !  En ókey, Hjörvar kominn í 9. og Dagur í 6., þetta er allt eitthvað furðulegt.  Merkilegast að við skulum ekki eldast líka!

Annars er ég með nefið niðri við jörðu í skólanum þessa dagana, byrjaði haustið á smádýraþema með bekknum. Kennslustofan er að fyllast af köngulóm, járnsmiðum, sniglum, geitungum og öðru góssi, ræstingakonan er alsæl með þetta.....eða þannig! Svo er legið í víðsjám og fræðibókum og fylltar út skýrslur, rosa gaman og allir þvílíkt áhugasamir.

Óskar er byrjaður (enn á ný) í VMA, áhugasamur sem aldrei fyrr, Óttar er afar sæll í byggingavinnunni hjá Tréverk og ætlar sér að halda henni áfram enn um sinn.  Við gömlu hjónin reynum að sjá til þess að eitthvað sé til að borða á heimilinu og það sé þokkalega hreint, annars getum við alltaf flutt í garðhúsið ef þrengir að okkur...

Lilja! Væri ekki ráð að smella inn mynd af skóladrengnum þínum - með skólatöskuna á bakinu? Smá fréttir af Húsavíkinni takk!

Helga Sesselja er búin að vera að stjórnast í Frystihúsinu hjá Sigga sl. viku fyrri part dags og í Þrastarhóli seinnipartana.  Mér heyrist á Sigga að hann vilji helst flytja hana norður, vill meina að hún sé AFAR efnilegur verkstjóri, einhvernveginn kemur það mér nú ekkert á óvart!

kv. Guðný

________________________________________________________, 28.8.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: ________________________________________________________

Sæl Ása mín og þið öll!

Allir okkar drengir eru sestir á skólabekk! Bjarki er á matvælasviði í VMA og er það á framleiðslubraut (þjónn). Ekki veit ég hvaða matar- og veitingagen þetta eru?? Það var busun í dag og hann slapp! Telst ekki nýnemi, þar sem hann var á fyrsta ári í ME í fyrravetur.

Steinar og Óli eru í Reykjavík. Steinar fór í Tækniskólann og er þar á upplýsinga- og fjölmiðlabraut. Kannski smá fjölmiðlagen þar... Nú ætlar hann að reyna við skólakerfið aftur og hann lætur mjög vel af sér og byrjar vel.

Óli er að byrja síðustu önnina í matreiðslunáminu og útskrifast og tekur sveinspróf um áramót. Hann verður á VOX með náminu í vetur, en var í sumar kokkur á veitingastaðnum Öldunni á Seyðisfirði. Ég er alltaf að hvetja hann til að blikka hjónin í Ensku húsunum og fá að kíkja þar í pottana eina og eina helgi.

Við gömlu erum sæl á Norðurlandinu. Fínt að búa á Akureyri og stutt til ættingja í allar áttir! Það er búinn að vera mikill gestagangur hjá okkur í sumar, gaman að því! Ég viðheld landsbyggðar-rembingnum hjá RÚV á Akureyri og Magga borgar reikninga fyrir Akureyrarbæ. Ég er alltaf að vona að einn og einn frá heimilinu slæðist þar með, en mér verður víst ekki að þeirri ósk!

Koma svo.....fleiri haustfréttir!

Kv. Gústi & co. 

________________________________________________________, 28.8.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: ________________________________________________________

Jújú - Dagur komin í 6. bekk, það er óumflýjanleg staðreynd og styttist í fermingu. Ída að setjast í 1. bekk í MA og getur ekki beðið eftir að flytja inná vist  sé fyrir mér að það þurfi t.d. að ráða auka manneskju í þvottahúsið þar og ég geti hent minni þvottavél... allavega keypt mér mun minni og sparneytnari vél. Sindri móast í FVA á náttúrufræðibraut... þetta kemur  
Helga systir fór suður í morgun með  mömmu og pabba og ég er strax farin að sakna hennar, hugsa samt að Siggi sakni hennar meira, hún er ótrúleg kona hún systir mín.
Mamma og pabbi eru svo að fara út eftir helgina með Fjólu og Viðari (öfund, öfund) en ætli ég fari ekki bara í berjamó, það er alveg jafn gaman

Óska ykkur svo bara góðrar helgar. Kv. Magga Á.

ps. það er ekki komið hreindýr í hús..... 

________________________________________________________, 29.8.2008 kl. 14:37

5 identicon

Jæja gott fólk komið þið sæl öll sömul. Mikið er ég fegin að sjá að þið eruð enn á lífi. Var að spá í hvað væri að gerast á þessari bloggsíðu það var svo lítið um að vera, því ég veit að fólkið á ekki í neinum vandræðum mmeð að tjá sig hahaha. En ég vil senda litlu vinunum mínum á Húsavíkinni innilegar kveðjur og þakkir fyrir síðast við áttum sko unaðsdag saman í Njarðvíkinni. Lauma því að í leiðinni að það er sko hægt að eiga unaðs stundir hér á HAUSTIN. Kannski smá að skjóta núna, þeir taka bara til sín sem eiga. Bið svo að heilsa ykkur elskurnar.

P.S. Bæti við smá skólafréttum Steinunn litla byrjaði á þriðja ári í ME nú í haust. En Óttar og Dagur Skírnir og einn félagi þeirra lögðu upp í interrail ferð um evrópu á fimmtud síðastl. Ég sit og naga neglur hvað líður langur tími þar til hann hringir og segist búinn að tapa vegabréfi visakorti!!!!!!!

Helga Björg (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 08:20

6 Smámynd: ________________________________________________________

halló allir já ég er kominn heim eftir frábæra Dalvíkur ferð mikið óskaplega er nú fallegt á henni draumabláu og ekki er hún magga syss neitt sérlega ljót . Það var gaman að fá tækifæri til þess að vera með í startinnu á frystó enda er þetta  að verða flottasta frystihús á landinu húrra fyrir Atla má og Sigga. Mamma og pabbi eru bara spræk eins og reyndar allir á þessum bæ Eyrún í FVA Unnur á Akureyri og Grétar að vinna .Arnbjörn Ingi fer á kostum í leikskólanum eftir að hann fór að tala þagnar hann ekki svolítið líkur ömmu sinni greyið. KV Helga sess ps nafna heldur þú að ég þekki ekki skriftina þína hefur þú ekkert annað að segja en kkkkkkkkkkk ertu farin að stama á norsku hí hí hí

________________________________________________________, 30.8.2008 kl. 22:57

7 Smámynd: ________________________________________________________

Hæ  elskurnar!!  Nú  prufa  ég  i  3  skipti  með  þetta  bréf   það hefur bara ekki  viljað  fara  en  svo  gerði  ég kkkkkkkkkk og  það  rauk  inn  .   Fyrst  vil  eg  þakka  ykkur  innilega  fyrir  góðar  samverustundir  i  sumar.  Hér  hjá  okkur  er allt komið  á  fullt.  Jóhann  er  fluttur  aftur  til  min  og  er  byrjaður  i  unglingaskólanum.   Tómas  þurfti  að byrja  í  nýjum  skóla  (skólin  hans  fór  á  hausinn) hann  er á  íþróttabraut i  fjölbrautaskóla  i  Eidsvold  sem er  vinabær  Egilsstaða.   Ari  er  áfram  i  BI  i  Oslo  og  svo  að  vinna  með  skólanum  i  sportbúð  i  Lilleström  hann  flytur  til  Lilleström  20  sept  hann er búinn  að  fá  íbúð  á  leigu  þar.  Ég  var  að  fá  100%  fasta  vinnu  i  heimahjúkrun  og  er  voða  ánægð  með  það.  Viðar  er  bara   í  sinni  gömlu  vinnu  i Osló  og  er  að  sjálfsögðu  i  "stuði"  .                                      Kveðja  frá  okkur  öllum  hér Helga Noregi

________________________________________________________, 31.8.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband