17.8.2008 | 23:46
Gestir, skógarmessa og berjamór
Við fengum góða gesti í "bröns" á pallinn í morgun. Hjörleifur Helgi og fjölskylda litu við eftir helgardvöl í Ytri-Vík, hress og kát að vanda. Þegar gestirnir höfðu yfirgefið okkur, fór mín og söng við skógarmessu í Hánefsstaðareit, glampandi sól og hiti, greinilega himnaföðurnum í vil að messað sé svona úti undir beru lofti. Talandi um ber, við enduðum daginn í berjamó, fundum mikið af góðum aðalbláberjum, lyngið svignar undan stórum og flottum berjum, reyndar lítil innanum, en þetta lítur afar vel út. Vantar bara góðan regnskúr.....
Sumarfríið á enda - mæting í skólann í fyrramálið. Æi, það er bara gott, kominn tími á smá reglusemi..
kv. Guðný
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æji hvað þeir eru sætir félagarnir, frábær mynd
Guja syss (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 12:52
já þetta er alveg frábær mynd!! Frétti að Hjörleifur hafi reynt að ná hér á ættingjum sínum í gríð og erg í leit að fiskmeti, ljótt að þú náðir ekki á mér Hjörleifur, átti fjóra nýveidda þorska í ísskápnum sem enduðu fyrir rest í ruslinu...
Kv. Magga Á.
________________________________________________________, 21.8.2008 kl. 12:31
Á Akranesi er allt með felldu þó að maður hafi ekki verið duglegur að tjá sig undanfarið. Það er aðallega útaf genginu á fótboltavellinum sem maður er svona dapur að maður er til hlés
Þegar þetta er skirfað er staðan í handboltanum hinsvegar 18:16 (Ísl:Spánn) og ég veit ekki hvort maður þolir að horfa til enda
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 22.8.2008 kl. 13:07
Veieieieiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

Við unnum



kv. Fjóla
________________________________________________________, 22.8.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.