11.8.2008 | 19:27
Mögnuð helgi
Fiskidagshelgin tókst frábærlega vel. Við buðum gestum og gangandi uppá ca 60 lítra af fiskisúpu sem Óli Gústa galdraði í potta og kvittuðu rétt um 450 manns í gestabókina. Við tókum sérstaklega eftir því hvað allir voru kurteisir og þakklátir, fyrirmyndargestir! Boðið var uppá kaffi og súkkulaði á pallinum og vakti það mikla lukku, og ekki spillti harmonikkuleikurinn fyrir! Meðal annarra frægra komu Magga frænka og Siggi úr Bláskógum í Breiðdal í súpu til okkar, að ekki sé talað um þau systkini Kjalla frænda og Þóru, Rúnu Dóru og Óla ásamt Helgu Björgu og Kára svo einhverjir séu nefndir.
Her manns stóð að súpunni í Ásvegi 1: Auk húsráðenda voru það Magga og Atli, Guja og Raggi, Skúli og Linda, Jónína og Halldór, Gústi og Óli, Gunna og Geiri og vil ég biðja lesendur að hrópa ferfalt húrra fyrir þessu magnaða fólki - án þeirra hefði allt farið í vitleysu! Óli Gústa fór á kostum í eldamennskunni og vildu margir meina að besta súpan hefði verið hér
Þeir sem misstu af súpunni hans Óla í þetta sinn (t.d. þeir sem fóru á Clapton ;) geta látið sig hlakka til næsta fiskisúpukvölds, en stefnt er að því að bjóða aftur upp á súpu þá, reynslunni ríkari.
Fiskidagurinn sjálfur var frábær að vanda, kaldur en bjartur og gekk allt eins og best varð á kosið. Partý á pallinum að Ásvegi 1 að lokinni flugeldasýningu þar sem Breiðanesbræður voru með atriði og hálfur Hundur í óskilum og annar á gítar héldu gleðinni gangandi langt fram á nótt.
Semsagt; aldeilis frábær helgi með frábæru fólki!
Kíkið á nýtt myndaalbúm - fiskidagshelgin 2008
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:28 | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla að koma næsta ár!!!!!!!!!!!
- Ása Björk
________________________________________________________, 12.8.2008 kl. 08:43
guð hvað þetta er fallegi fólk eða bara svona góð myndavél kv Helga sess
________________________________________________________, 12.8.2008 kl. 14:44
Sælir ættingjar.
Aldraður vinnufélagi minn,sem hefur farið á fiskidaginn frá upphafi og smakkað marga fiskisúpuna kíkti
á Ásveg 1 og hanns dómur var að ykkar súpa bar höfuð og herðar yfir allar súpur sem þau smökkuðu.
Kv.SteiniJ búðaloka
ps.harmonikkuspilið á pallinum toppaði allt sem aðrir buðu upp á í skemtiatriðum.
ps.ps.konurnar voru hvergi myndarlegri....
________________________________________________________, 15.8.2008 kl. 22:23
Gvöð hvað er gaman að sjá þetta, Steini minn!
Ég man að Magga var að tala um einhvern mann sem væri með Steina "í læri", en sökum anna náði ég ekki að leita hann uppi. Bið ósköp vel að heilsa honum með þakklæti fyrir komuna
En eins og áður kom fram fór Óli kokkur á kostum í súpugerð og ég hlýt að vera sammála manninum, sérstaklega hvað snýr að harmonikkuleiknum og konunum
!
Vona bara að búðarlokur og annað Jörfalið mæti galvaskt á næsta fiskisúpukvöld í Ásveg 1, það eru ekki endilega allir teknir í vinnu.......þótt sjálfboðaliðar séu afar vel séðir!
kv. Guðný
________________________________________________________, 16.8.2008 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.