5.8.2008 | 18:07
Fiskidagurinn ógurlegi nálgast!
Jæja, nú er að koma að því. Fiskidagurinn mikli næsta laugardag og allt á útopnu í undirbúningi.
Við höfum ákveðið að ganga alla leið og opna húsið okkar fyrir gestum og gangandi á föstudagskvöldið - eins og reyndar 50 aðrar fjölskyldur á Dalvík
Sumsé, ykkur er boðið í dýrindis fiskisúpu "a la Jörfaliðið" að Ásvegi 1, kl. 20:15 á föstudagskvöldið!
Sjáumst!
Húsráðendur að Ásvegi 1, Dalvík.
---------------------
P.s. Óskum eftir skemmtilegum gítarsnillingi til að halda uppi fjörinu á pallinum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Akraselir komast ekki, því miður, en tóku forskot á sæluna og elduðu fiskisúpu "a la Marel" í kvöld (5. ágúst). Frábær fiskisúpa. Ef ÓA ætti heimagengt myndi hann koma og taka rosalegt luftgítarsóló og riff, láta alla klappa og hlæja í takt við fíflalegan klappstól.
Bless kex klukkan sex.
________________________________________________________, 6.8.2008 kl. 00:57
Ykkar verður sárt saknað - ég veit ÓA myndi sko redda stuðinu með klappstól!!
G.Ól.
________________________________________________________, 6.8.2008 kl. 10:21
Fyrst að það vantar gítarsnilling á pallinn þá vel ég að koma ekki - heldur fer á Clapton-tónleikana....Ég skal athuga hvort hann er tilkippilegur á pallinn á Ásgarðsveginum eftir "giggið"
kv. Fjóla
________________________________________________________, 6.8.2008 kl. 17:35
Fjóla, Fjóla.....illa líst mér á þig!
Varðandi Clapton, því miður get ég ekki notað hann, bauðst sköllóttur harmonikkuleikari með gleraugu í staðinn og kýs hann frekar
!!
kv. G.Ól.
________________________________________________________, 7.8.2008 kl. 15:26
Ég verð bara að hlusta á diskinn með sköllótta harmonikkuleikaranum (hann er í hillunni hjá Claptondiskunum) og fá mér Vilko
Annars er ég að hugsa um að hafa samband við tónleikahaldarana hér á landi. Auk þessarar uppákomu var nefnilega rifjað upp fyrir mér að ég "þurfti" að fara á tónleika með Joe Cocker hér um árið þegar það var fermingarveisla í Stykkishólmi. Í ljósi þessa finnst mér að þeir taki ekki tillit til mín varðandi dagsetningar og geri ekki ráð fyrir frekari vandræðum þegar ég verð búin að benda þeim á þetta. Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 8.8.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.