25.11.2006 | 11:37
Laufabrauðsumskurðurinn......
......hjá Norðurlandsdeild Jörfaliðsins fór fram í Þrastarhóli hjá Þresti, Bíbí og börnum í ár.
Þónokkur forföll voru á mannskap í ár, t.d. vantaði alfarið Húsavíkurarminn og Jörfaliðar á aldrinum 18-19 ára sáust ekki, en "smáfólkið" í hópnum, Dagur, Hjörvar og Ída Guðrún stóðu sig betur en nokkru sinni og settu þau persónuleg met í útskurði, hvort sem litið er á fagurfræðina eða afköstin. Dagur átti köku ársins, hann hannaði grímu sem sést á einni myndinni.
Afköstin í ár voru sem aldrei fyrr og munaði þar mestu um byltingarkennda hugmynd kennarans í hópnum sem sá fram á afkastaaukningu með því að fækka sporum umskurðarmeistaranna fram í búr, með því að hafa kökulagerinn í seilingarfjarlægð, sem og veitingarnar. Þó máttu menn stíga á fætur til að nálgast aðventudrykkinn góða og stollenbrauðið vinsæla og gátu menn fengið að tæma blöðruna í sömu ferðinni.
Vaktaskipti voru síðan við steikinguna. Þótti áberandi hvursu viðkvæmur Rögnvaldur var fyrir hitanum á kökunum þegar þær komu úr pottinum eins og sést á einni myndinni í nýju albúmi, "laufabrauðsumskurður 06".
Að lokum voru hinar hefðbundnu flatbökur snæddar í boðinu.
Kveðja úr jólasnjónum á Dalvík,
Guðný.
P.s. Siggi og Hjörvar Óli brunuðu austur á land í morgunsárið í fertugsafmæli Elvars mágs míns, dagurinn frátekinn í aðferðafræðiverkefni hjá minni - og obbolitla auka netnotkun....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:54 | Facebook
Athugasemdir
Láttekkeinsogþúsértekki þarna.............Kvittaðu!!
Tugir heimsókna á vefinn á dag - en enginn kvittar? Wassöpp?
G.S.Ó.
________________________________________________________, 26.11.2006 kl. 11:38
Jú hér er ég og staðfesti að allt er rétt og satt í færslunni hjá Guðnýju. Mikið gaman í laufabrauði hjá norðurlandsdeildinni. Í dag ætlum við hjónin hér á bæ á tónleika með Mannakorn í Dalvíkurkirkju, jólatónleikar, örugglega gaman af því. Læt vita. Fjóla... hvernig var með hlaðborðið? Gekk það af þér dauðri??
Og verum svo dugleg að láta vita af okkur. Kv. Magga
________________________________________________________, 26.11.2006 kl. 13:23
halló! það lá við að allavega ég lifði ekki jálahlaðborðið af .Sleðadergna hreindýrið var lostæti og allt sem var á borðum.Var frekar þreitt á laugardaginn ,en er búin að koma heilmiklu í verk í dag KV Helga Sess
Helga Sess (IP-tala skráð) 26.11.2006 kl. 20:24
Jæææjaaa.... ekkert að gerast? Hvernig gengur jólaundirbúningurinn? Seríurnar komar upp?
________________________________________________________, 30.11.2006 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.