27.7.2008 | 22:39
Ættarmótsmyndir!
Halló öllsömul og takk fyrir síðast!
Ég er búinn að setja inn slatta af myndum frá ættarmótinu. Þær eru í tveimur albúmum Ættarmót 2008/1 og 2 (virðist vera einhver hámarks fjöldi sem hægt er að setja í albúm). Og að sjálfsögðu fá fánaberarnir að vera hér á forsíðunni!
Þetta var aldeilis frábært ættarmót og ekki skilst mér að nýliðin helgi á Borgarfirði hafi verið síðri. Spurning hvort Gamli-Jörfi verður tómur á Álfarborgarsjensinum.
Bestu kveðjur, Gústi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir síðast dúllurnar mínar allar!
Við erum komin heim í heiðardalinn eftir 10 daga dásamlegt frí á Borgarfirði. Tónleikahelgin var snilld.....blogga um það og set inn myndir "á morgun"
Guðný.
________________________________________________________, 28.7.2008 kl. 01:44
Sæl öll og kærustu þakkir fyrir síðast. Þetta var frábært!! Spurning um að láta svo verða af Skorradalshittingi á næsta ári, það gæti orðið mjöög gaman. En við hjónin urðum af með eitt á ættarmótinu... og það var fullur poki af óhreinum nærfötum og sokkum
Kannast nokkur við að vera með illalyktandi poka hjá sér?....
Kv. Magga Á.
________________________________________________________, 29.7.2008 kl. 10:33
Tvennar nærbuxur - reyndar þvegnar núna - í óskilum hér hjá mér, voru í poka undir stiganum þegar við vorum að ganga frá og ég greip hann með mér.
Ása Björk er rétt nýfarin frá okkur, hún varð aðeins veðurteppt hérna á Dalvík og nýtti sér gestahúsið okkar í tvær nætur
kv. Guðný
________________________________________________________, 29.7.2008 kl. 12:11
Hallló!
Það eru komnar 211 myndir frá ættarmótinu á netið:
http://picasaweb.google.com/gustiola/TtarmTSTtarBorgarfirIEystra1820JL2008

Njótið vel
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 1.8.2008 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.