24.11.2006 | 13:29
Jólahlaðborðin
Jæja.
Þá er það fyrsta jólahlaðborð ársins í kvöld (á ekki von á nema einu til viðbótar). Á matseðlinum sá ég m.a. "sleðadregið hreindýr". Haldið þið að það sé óhætt að bragða á því? Ég er að reyna að ímynda mér hvers konar hreindýr það muni vera.
Kv. Fjóla Ásg - með vatnið í munninum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Heldurðu að hreindýrið sé nokkuð með bremsuförum?
Betra að tékka á því
!
Kv. Guðný. (Óóóótrúlega fyndin)
________________________________________________________, 24.11.2006 kl. 15:05
Ég veit hvað þetta er! Það búið að keyra á nokkur hreindýr hérna í vetur og þau hafa öll verið dregin burtu á sleða. Verst að ég skrifa þetta eftir að hlaðborðið er byrjað hjá þér Fjóla? Fékkstu þér annars nokkuð hreindýr??

Kv. Gústi, sem borðar allt...nema slösuð hreindýr...
________________________________________________________, 24.11.2006 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.