12.7.2008 | 23:22
Golfmeistarar Jörfaliðsins!!
Örugglega satt....en samt er þetta pínu "feikuð" mynd. Vorum að ljúka fjögurra daga meistaramóti í golfi og erum ótrúlega góð, jafnvel þótt við höfum fengið bikarana lánaða í smástund
!
Reyndar komum við Siggi heim með bikara, ég fyrir annað sætið í mínum flokki og Siggi þriðja í meistaraflokki - Raggi var rosa góður líka og varð fjórði í sínum flokki, erfiðustu andstæðingarnir þar !
Dagskrá ættarmótsins er virkilega flott og ég hlakka einhver ósköp til. Sérstaklega heillar mig setningin að hætti Hóllendinga - sé fyrir mér Ós-ættarlið í lange baner standa hljóð í þrjár mínútur ! Svo er ég líka svolítið spennt fyrir jarðarberjunum, þó við þurfum að borga sérstaklega fyrir þau.
Gústi systir, ertu ekki tilbúinn fyrir ratleikinn?
kv. Guðný golfari.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:27 | Facebook
Athugasemdir
Þið eruð hvert öðru flottara.
Jónína (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 13:42
Jú, ég er tilbúinn.

Það er nú ekki slæmt að feta í fótspor Didda frænda, sem var alltaf talinn fallegasta stelpan á Hrauni!
Get varla beðið eftir ættarmóti og hlakka mikið til! Ég er að undirbúa Jörfaliðsfána fyrir skrúðgönguna.
Kv. Gústi. (Fallegasta stelpan í Gamla-Jörfa)
________________________________________________________, 13.7.2008 kl. 14:29
Verðum við ekki að hafa Beggu fremsta....í gullstól eða eitthvað sbr. betri skrúðgöngur? Kv. Fjóla
________________________________________________________, 14.7.2008 kl. 10:23
Var að skoða veðurspá....."Það rignir"....var það ekki bara titill á bók? Ég ætla hér með að koma með þá uppástungu að messan verði á föstudagskvöldið og skrúðgangan á sunnudaginn. Guja, er nokkuð mál að hnika þessu aðeins? Nei, ég segi nú bara svona. Það spillir sko ekkert stemningunni þó að það sé einhver smá derringur. Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 16.7.2008 kl. 00:03
Það búa sig allir undir heví rigningu, þannig að það verður örugglega besta veður!
Er það ekki annars alltaf svoleiðis?
Aðeins tveir dagar eftir - get ekki beðið!!
G.S.Ól.
________________________________________________________, 16.7.2008 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.