21.11.2006 | 10:24
Stefán í Ekvador
Sæl öll.
Hann Stefán Bjartur er með fjölda heimsókna inná bloggið sitt á hverjum degi og er ánægður með það. Honum finnst hinsvegar mjög leitt hve fáir kommentera og láta vita af sér á ferðinni á síðunni. Hann er langt í burtu og það að fá kveðju að heiman er ómetanlegt.
Kveðja til ykkar allra, Ása Björk
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Úbbs, ég er sek.....lofa að bæta úr því næst þegar ég kíki á hann. Mér finnst gaman að sjá hvað hann er að njóta sín, ég er viss um að krakkarnir hafa rosalega gott af því að kynnast svona gjörólíkum heimi en þau eru að alast upp í.
Kv. Guðný.
________________________________________________________, 21.11.2006 kl. 20:09
Búinn að senda frænda kveðju! Já, það hlýtur að vera góð tilfinning að fá kveðju úr snjónum! Mikið hefði nú verið gaman að upplifa allt þetta sem táningur.
Kv. Gústi.
________________________________________________________, 21.11.2006 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.