20.11.2006 | 17:47
Helga Ara er úti í kuldanum þótt það sé sól í Noregi
Takk fyrir ljúfar afmæliskveðjur, grjónin mín.
Ólara, kíktu í gestabókina, þú verður að reyna að hjálpa stóru systur að komast aftur inn í hlýjuna til okkar!
Og greyin mín - skellið nú inn smá bloggi. Hvað á að baka margar sortir í ár? Er búið að hanna jólakortin í ár? Ég veit að Magga er komin vel á veg í hönnuninni. Laufabrauð hjá Norð-austurdeildinni um helgina, fréttir og myndir af því eftir helgi.
Anna og Hjölli - er ekki alveg að koma blogg frá ykkur?
Verið ekki svona feimin, það fer ykkur ekki vel!!
Kv. Guðný ráðríka (enda orðin eldri)!!
Ps. Haldið þið ekki að hann Lauji (Laugi......Laui.....eða bara Guðlaugur!) í Odda sé dáinn, þið vitið Lauji og Laufey í Odda, fyrir aftan Ingibjörgu og Dóra í Odda. Pabbi Baldurs í Sólgarði.....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
aji..... er hann dáinn - vissi reyndar ekki að hann væri lifandi enn... úbbss.... afsakið.
Kv. Magga illa upplýsta....
Ps. skal senda upplýsingar um jólakortahönnun og bakstur síðar........ er ekki alveg kominn svo mikið í gang. Frétti reyndar að Óli Ara væri að klára að skrifa á jólakortin sín....... sko þessi sem hann kláraði ekki að skrifa á í fyrra
finns það ansi gott hjá honum bara!
________________________________________________________, 20.11.2006 kl. 18:03
Já, er hann dáinn. Það vantar í útskýringuna hjá þér, Guðný, að minna á að hann átti Báruna með afa. Þá hljóta allir að vera með.
Ég er ekki farin að skipuleggja baksturinn. Var að koma af snyrtivörukynningu og keypti krem sem má borða, þannig að ég er í góðum málum.
Kv. Fjóla
________________________________________________________, 20.11.2006 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.