1.7.2008 | 11:26
Einn miði á Bræðsluna?
Góðan daginn gott fólk. Hann Stebbi minn ætlaði að fara að kaupa sér miða á Bræðsluna en þá er bara allt uppselt. Hann bað mig að skrifa hér og spyrja hvort einhver ætti miða afgangs að selja sér. Hann bauð meira að segja 7000 kall fyrir . Damien Rice er uppáhaldstónlistamaðurinn hans. Kveðja - Ása Björk
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sorry Stebbi minn.... á engan miða - ekki heldur fyrir sjálfa mig. Maður verður bara að horfa í gegnum götin á Bræðslunni
Kv. Magga Á.
________________________________________________________, 2.7.2008 kl. 11:05
Ekki veit ég um Bræðslumiða á lausu. Getur Stebbi ekki bara falið sig undir sviðinu á ættarmótinu og beðið framyfir tónleika?
Við hérna í vinnunni erum að hlusta á Helga Björns syngja "Senn kemur vorið" á einhverjum hestamannadiski.....ég veit ekki alveg hvað skal segja
kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 2.7.2008 kl. 11:08
Engir miðar á þessu heimili....enn sem komið er.... veit samt að Óskar hefur hug á að kaupa miða ef hann verður í boði. Ása, er ekki best að hringja í Fjarðarborg, þau voru með aukamiða í fyrra og seldu fyrir tónleikana?
Ég ákvað þegar Emilíana Torrini hætti við að hætta við að kaupa miða
!
Guðný.
________________________________________________________, 2.7.2008 kl. 19:42
Sama sagan hér, engir Bræðslumiðar á þessu heimili... bara notaðir JazzhátíðarEgilsstaðamiðar frá síðustu helgi. Ég held samt að Óli ætli að ramma þá inn. Vona samt að það rætist úr þessu hjá ykkur.
kv/Sigrún
Akraselir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 00:53
Hae hae eg er staddur her i berlin og thad er skyjad en heitt. Thad var rosalega gaman hja okkur i Amsterdam en MIKID hjolad og verkjadi i sma tima. Mer sarvantar mida a Damien Rice thannig ad ef einhver a mogulega auka mida eda getur reddad mida tha er eg til i ad kaupa hann fyrir 7000 jafnvel meira! En hlakka mikid til ad hitta alla.
Kv. Stebbi
Stebbi Bjartur (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 08:02
Dísa gaf nýverið út frumraun sína sem er samnefnd henni og hefur
verið að vekja verðskuldaða athygli. Dísa mun koma fram ásamt gítarleikaranum Daníel Friðriki Böðvarssyni
í Bræðslunni.
Dagskrá Bræðslunnar í ár hefur þá verið lokað en einsog áður hefur
verið tilkynnt munu koma fram Damien Rice, Eivör, Magni og nú einnig
Dísa.
Forsölu á Bræðsluna hefur einnig verið lokað en þeir miðar sem settir
voru í forsölu hafa nú klárast. Eru þetta bestu viðbrögð við
Bræðslunni frá því hún hófst.
Hægt verður að nálgast einhverja miða við innganginn.
Þess má geta að allt tónlistarfólk sem kemur fram í Bræðslunni fær
greitt fyrir flutning sinn ásamt því að flug, gisting og uppihald er
greitt af Bræðslunni.
Engir pakkar eru í boði fyrir fjölmiðla né fólk úr tónlistarbransanum.
Bakhjarlar Bræðslunnar eru Flugfélag Íslands, Thule og Rás 2.
Til baka
Elló (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.