Ósættarmót - húfuframleiðsla

Kæru Jörfaliðar.   Ég er að skipuleggja húfukaup fyrir Ósættarmót og þarf að fá c.a. fjölda sem ég þarf að panta.   Húfurnar munu verða hvítar með grænni áletrun (JÖRFALIÐIÐ) og kosta kr. 850.- stykkið.  Þetta eru svona húfur með stækkunar/minnkunarmöguleikum og ætti því að passa á flesta. Ég er búin að velja bestu "hlustendur" af heimasíðunni til að gefa upp fjölda frá sínum legg og bið því Óla, Fjólu, Ásu, Steina, Guðnýju og Gústa að hafa samband við sitt fólk, taka saman hve margar húfur þau vilji að ég panti fyrir þau og láti síðan vita, annað hvort beint til mín (4661415 eða 8631815 - verð á Bf. frá mánudegi til föstudags í næstu viku ) eða skrá það á síðuna.  Vonandi sjá sem flestir sér fært að skreyta sig með húfum, en það er ekki síst áríðandi að hafa þær í skrúðgöngunni á föstudaginn á ættarmótinu.  Það verða veitt verðlaun fyrir skrautlegasta liðið og auðvitað vinnur Jörfaliðið W00t   Er ekki skiltið ennþá til í skúrnum ?  Ég er farin að hlakka rosalega til, var að koma af ættarmóti Dælisættar í Skíðadal í grenjandi rigningu og slyddu svo að nú er næsta mót í sól og blíðu LoL   Kveðja, Guja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Þú mátt reikna með 5 húfum á minn legg - eina á mann, það er nú lágmark. Get reyndar ekki lofað "öllum" fimm í skrúðgönguna...

En ok, skrúðganga á föstudaginn, hvað meira?  Er komin einhver dagskrá ættarmótsins? 

kv. Guðný. 

________________________________________________________, 29.6.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: ________________________________________________________

Það eru 10 húfur á Beggulegg.

Kv/ÓA

________________________________________________________, 29.6.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: ________________________________________________________

Gunna þarf 16 húfur....kv. Fjóla

________________________________________________________, 30.6.2008 kl. 11:16

4 Smámynd: ________________________________________________________

Var að tala við sveitarstjórann á Borgarfirði um "tjaldstæðið" okkar sunnan við læk og hvort yrði gerð athugasemd við að Jörfaliðar tjaldi þar endurgjaldslaust. Hann vildi meina að svo framarlega sem við myndum ekki misnota aðstöðu okkar og bjóða fullt af "utanættarfólki" að tjalda þar yrði ekki gerð athugasemd við það. Sveitarfélagið rekur tjaldstæðið við Álfaborg í ár og við höfum semsagt munnlegt leyfi sveitarstjóra fyrir því að tjalda á blettinum okkar endurgjaldslaust eins og við erum vön .

kv. Guðný. 

________________________________________________________, 30.6.2008 kl. 13:19

5 identicon

 Flott hjá þér, Guðný.  Þetta er akkúrat það sem ég ætlaði að hafa á hreinu, frábært að þú talaðir við Jón. 
En varðandi dagskrá þá lítur hún svona út í dag, tímasetning ekki alveg á hreinu, nema að skrúðgangan er frá Félagsheimilinu á föstudagssíðdegi og ratleikurinn byrjar kl. 10 á laugardagsmorgun og er til kl. 12   (undir stjórn Guðnýjar grunnskólakennara og Lilju skáta.)
Skrúðganga þar sem hver ættleggur mætir með sinn Fjölskyldufána og verða veitt verðlaun fyrir skrautlegasta ættlegginn.
Fjöldasöngur
Ratleikur
Útsýnisferð um þorpið okkar Bakkagerði á heyvögnum, í þessari skoðunarferð verður víða komið við og meðal annars verður karnival stemming á Brandsbölum
Boðið verður upp á bátsferðir og gönguferðir, langar og stuttar
Það verður veisla í bræðslunni og mikið húllum hæ þar sem við skemmtum hvort öðru
Messa verður á sunnudagsmorgunin

Guja (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 14:21

6 Smámynd: ________________________________________________________

Inguleggur þarf 7 húfur

________________________________________________________, 30.6.2008 kl. 20:13

7 Smámynd: ________________________________________________________

Ása hringdi - Stebbaleggur þarf 16 húfur   Og Gujuleggur þarf 9 húfur   Allt klárt og ég læt hann Júlla fara að merkja.  Þið eruð frábær.  Kv. Guja.

________________________________________________________, 30.6.2008 kl. 21:06

8 Smámynd: ________________________________________________________

Obbbbs !!   Gústi er eftir, hann þarf 5 húfur   Þá er pöntunun komin í 68 stykki - segi og skrifa.  Málinu lokið. 

Kv. Guja í ættarmótsfílingi

________________________________________________________, 30.6.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband