Kveðja frá Stebbý

Sting þessu hérna inn til gamans, greinilegt að hróður okkar er farinn að berast út - gott mál!  Enda er ég sammála Stebbý um hvað þetta blogg okkar er frábært, þótt ekki séu daglegar færslur.... 
Ég fékk þetta bréf í e-mail, vildi bara skila kveðjunni Whistling
Kv. Guðný. 
 
uuuuu....Stebbý er Stefanía Gyða Jónsdóttir móðurbróður Jóhannssonar frá ÓsiTounge,
þið vitið Polli og Stebbý og Begga og Jói....... Jón Þór og Binna....
 -----------------------------
Rakst eftir skrítnar krókaleiðir inn á hið frábæra blogg Jörfaliðsins.
Frábært hjá ykkur, gaman að geta "legið á glugga" og séð hvað er að gerast í stórfjölskyldunni.
Missti mig reyndar doldið í myndaalbúmunum yfir því hvað litlu börnin eru orðin stór.
Sá að það skrifar ekki nokkur maður í gestabókina, þannig að ég kem þessari kveðju áleiðis hér.
Vonandi að við finnum tilefni til að hittast sem fyrst.
Kveðja til allra
 
Stebbý.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Takk fyrir kveðjuna Stebbý! 

En það er reyndar skrýtið hvað fáir skrifa í gestabókina (reyndar er þar færsla í dag). Ættum við kannski að prófa að opna hana þannig að allir geti skrifað þar án þess að þurfa að bíða eftir meldingu í tölvupósti....bara að skrifa og birta strax? Hvað segiði um það, hellast kannski yfir okkur einhverjir dónar?   

Kveðja úr stórrhríðinni, Gústi. 

________________________________________________________, 16.11.2006 kl. 23:37

2 Smámynd: ________________________________________________________

Sendi Stebbý þakkir fyrir kveðjuna og bið að heilsa í hennar bæ. Sömuleiðis til Árna.

Mér líst bara vel á að opna gestabókina alveg (vissi að vísu ekki að hún væri með krókaleiðum) 

Kv. Fjóla Ásg 

________________________________________________________, 17.11.2006 kl. 17:57

3 Smámynd: ________________________________________________________

ji hvað ég er glöð!!  vissi ekki að það þyrfti password inn á gestabókina og eitthvað bras. Hélt bara að öllum finndumst við svona ömurleg að enginn vildi kvitta   En takk Stebbý fyrir kveðjuna og mér líst vel á að opna aðgang að gestabókinni og dónar geta nú stunudum verið skárri en ekkert... eða... kannski ekki  Kv. Magga

________________________________________________________, 18.11.2006 kl. 13:45

4 identicon

Nú er hægt að skrá athugasemd án vandræða og einnig að skrifa í gestabók án þess að brasa nokkurt.  ÓA

Óli Ara (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband