19.6.2008 | 10:57
Stuð í pottinum
Ég fékk ákaflega skemmtilega heimsókn á þjóðhátíðardaginn; systkinin Palli og Lára í miklu þjóðhátíðarstuði. Þau voru búin að taka þátt í öllu þessu helsta sem maður gerir á 17. júní; fara í andlitsmálun, taka þátt í skrúðgöngu, fara á hestbak, slást um karamellur úr flugvél, skreppa á rúntinn með slökkviliðinu - Palli fór reyndar tvær ferðir þar af því hann var fastur í öryggisbeltinu!
Það var ekki slæmt að enda svo daginn í heita pottinum í Ásveginum með sleikjó
kv. Guðný.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Best að drífa sig í pottinn þegar maður kemur heim á eftir með..............sleikjó.
Kv. Fjóla Ásg
________________________________________________________, 20.6.2008 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.