38 dagar í ættarmót....

Mig langar svo til að hlera hvort það eru ekki allir á leiðinni á ættarmót. Það lítur út fyrir að ég komi með allt mitt. Guja er búin að segja mér að það verði dýrðlegt veður. Hún hefur sko alltaf sagt mér satt. Tralalala.....ég hlakka til.

Kv. Fjóla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ________________________________________________________

Já... ég ætla að koma með allt mitt og tengdadóttur að auki (sem ég auðvitað á líka). Ég ætla að vera út vikuna og labba um víkur og voga. Ferðin góða í Kjósvík í fyrra kom mér á bragðið. Áhugasömum er velkomið að slást í hópinn. Þetta verður svo gaman Kveðja- Ása Björk

________________________________________________________, 10.6.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: ________________________________________________________

Ég mæti með flest mitt eða jafnvel allt mitt lið, ekki alveg útséð með þetta. Ég er líka að spá í að vera út vikuna og taka Bræðsluna og jafnvel ganga eitthvað, en þetta fer nú kannski eftir veðri. En fyrst Guja segir að það verði gott er þetta bara klárt og frágengið. Er komin dagskrá fyrir ættarmótið Guja?... kannski ég labbi bara yfir ganginn og spyrji hana

Kv. Magga Á.

________________________________________________________, 11.6.2008 kl. 08:34

3 Smámynd: ________________________________________________________

Uuuu... verða einhverjir í Jörfa helgina 28. - 29. júní ?  Við Sigrún verðum fyrir austan og höfum áhuga á því að kíkja á Boggann.

ÓA

________________________________________________________, 11.6.2008 kl. 20:05

4 Smámynd: ________________________________________________________

Hæ !!!   Ja  ég  kem  og  trúlega  með  alla  strákana  mina  með  mér,   ég  var síðast  á  Ós  ættarmóti  fyrir 20  árum úff !!! ótrúlegt  hvað  timinn  liður       Kveðja   Helga  Noregi

________________________________________________________, 11.6.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: ________________________________________________________

Halló! Við mætum trúlega öll, þó drengirnir þrír verði e.t.v. ekki allan tímann. Það er ekki alveg ljóst hvernig stendur á hjá þeim í vinnu. Óli er t.d. að reka veitingastað á Seyðisfirði í sumar og á lítið frí. Við Magga ætlum að vera í Gamla Jörfa, mér telst til að Frissó verði laust . En það er mikil tilhlökkun og vonandi rætast góðar veðurspár!
Óli....við verðum allavega ekki í Gamla-Jörfa þessa helgi!

Kv. Gústi.

  

________________________________________________________, 12.6.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: ________________________________________________________

36 dagar....

Mikið rosalega verður gaman, frábært hvað margir Jörfaliðar ætla að mæta! .

Er að ná mér niður eftir stórkostlega ferð til Ungverjalands, Svíþjóðar og Danmerkur. Mikið skoðað og fræðst, drukkið og hlegið (nokkrar myndir á flickr-inu mínu). Nú er það salan í golfskálanum út þessa viku, svo er að græja bílskúrinn svo hægt sé að flytja inn í hann, málning á veggi og flísar á gólf. Þá fer húsið okkar vonandi að verða svolítið heimilislegt, bíð spennt eftir að losna við kassana í bílskúrinn.

Við mætum með gaurasafnið allt á ættarmót og verðum að sjálfsögðu í Gamla Jörfa.....nema kannski yfir blánóttina, sofum á Borg . Ég gæti best trúað því að við verðum á svipuðu róli og Magga & co, tökum Bræsluna í sömu ferð, með einhverri viðkomu á Fáskrúðsfirði.

Veit ekki enn með 28.-29. júní, maður veit aldrei hvað gerist, ekkert planað allavega .

Kv. Guðný.

________________________________________________________, 12.6.2008 kl. 10:00

7 Smámynd: ________________________________________________________

Við verðum örugglega ekki á Borgarfirði 28.-29. júní. Hér eru helgarnar á hraðri ferð að bókast, írskir dagar 5.-6. júlí. Sálin og læti. Helga Öra, verst að þú skulir ekki verða komin þá......og þið hin, Jet Black Joe verða með tónleika á föstudagskvöldinu og Sálin + Raggi Bjarna á Lopapeysuballinu. Allir velkomnir.

Kv. Fjóla

________________________________________________________, 12.6.2008 kl. 12:34

8 Smámynd: ________________________________________________________

Jet Black Joe er Páll Rósinkrans að kyrja Kumba Yah. Við feðgar ætlum að henda upp fellihýsi á flötinni við lækinn og vera rúma viku, ættarmót og bræðslu.

Hjörleifur.

________________________________________________________, 12.6.2008 kl. 22:23

9 Smámynd: ________________________________________________________

Meira af írskum dögum....Á laugardagskvöldið á Lopapeysuballinu; Sálin, Páll Kumba Yah ;) og Raggi Bjarna/Þorgeir Ástvaldsson. Á föstudagskvöldið milli kl. 10 og 22 (eftir götugrillin) NÝDÖNSK með útitónleika niðri í bæ.

Verið á tánum, amk þeir sem eru orðnir tuttuguofimm :( kv. Fjóla

________________________________________________________, 13.6.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband