4.6.2008 | 00:00
Flutt til Akureyrar!
Jæja, þá erum við flutt í Holtagötu 4 á Akureyri! Þ.e.a.s. sá hluti fjölskyldunnar sem flytur norður núna. Óli og Steinar verða svo vonandi hér með annan fótinn.
Á sunnudaginn kom fríður flokkur Dalvíkinga, ásamt fleirum, og bar allt okkar hafurtask inn úr gámi sem kom að austan um helgina. Við Magga og Bjarki höfum síðan dundað við að tína upp úr kössum!
Okkur lýst mjög vel á okkur hérna. Gatan okkar er rétt ofan við Grófargilið, við Magga vinnum bæði í miðbænum og erum 5-10 mínútur að labba í vinnuna!
Verið velkomin í heimsókn! Gústi & co.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Velkomin til Akureyrar Gústi og Magga. Frábært að þið skulið vera komin í bæinn. Ég og Dagný flytjum úr Danaveldi 11. júlí og verðum búsett í Heiðarlundi 8a. Við ætlum að leigja til að byrja með en kaupum okkur svo ábyggilega húsnæði þegar að við erum búin að átta okkur á því hvernig bærinn snýr.
Kveðja úr sólinni í Danmörku,
Óli og Dagný.
Óli Helgi (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 07:33
Til hamingju með nýja heimilið.
Akraselir.
________________________________________________________, 5.6.2008 kl. 09:11
Innilega til hamingju með nýja heimilið Kveðja Helga og strákarnir Noregi
________________________________________________________, 5.6.2008 kl. 17:23
Mer þykir einboðið að Gusti og Magga og Oli og Dagny kaupi ser eitt parhus og flytji i sitthverja ibuðina! Miklu auðveldara með allar heimsoknir !!
Sveittar kveður fra Kecskemet i Ungverjalandi, rumar 30° og sol uppa hvern dag!
Gudny.
________________________________________________________, 5.6.2008 kl. 22:28
Búin að húsvitja á Holtagötu með Gunnu. Frábært. kv. Fjóla
________________________________________________________, 7.6.2008 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.